sønderjysk sucks…

Vá…við vorum útí í allann gær… fyrst í bænum að kaupa afmælisgjöf… og svo fórum við útí garð í “hringbolta” um 3 leytið og komum inn kl 2300. Ég gerði tæklingu dagsins… fleytti kerlingar eftir endilöngum garðinum og varð ofboðslega hrædd um að hafa eyðilagt nýju gallabuxurnar mínar… en þær eru bara grænar núna!!!
Allir ofboðslega hræddir um að ég hefði mjaðmabrotnað eða axlarbrotnað eða hálsbrotnað… en kommon… hvað er ég miðað við Diesel?

Grilluðum svo og hygguðum okkur fram eftir kvöldi… Aldrei verið svo margir útí garðinum mínum áður… enda hafði ég opið hús eða opinn garð heitir það víst…muhahah.

Þegar ég kom inn fattaði ég að ég hafði gleymt að skrifa á afmæliskortið… svona söfnunargjöf… frá 20 manns. Og ég að skrifa á kortið….f hönd allra hinna… kommon ég er engin dani… tungumálalega fötluð… fannst þetta of mikil ábyrgð…. bæði gjöfin og kortið… þekki afmælismanneskjuna svo lítið. Alltof seint að smsa eða hringja í fólk. Eini msn online daninn að horfa á aliens og ekkert að deyja úr hjálpsemi þrátt fyrir að gjöfin og kortið væri líka frá honum. Aldís sagði að ég ætti tvímælalaust að skrifa: “haaber du fÃ¥r mange gode gaver”… Fusi fann ekki sin fertugsafmæliskort… og ég fór í fílu og að sofa… ákvað að þau sem ég keyrði með í morgun (afmælið var í Rödekro) gætu bara skrifað þetta í bílnum á leiðinni.

Vaknaði svo og fílan runnin af mér og sá líka að þau myndu ekkert skrifa á kortið í bílnum … ég þyrfti pottþétt að gera það… og þá yrði ég bílveik og myndi æla yfir næstum allan bílinn og vera óvinsæl það sem eftir væri dagsins. Skrifaði því kortið í mega flýti í morgun og stafaði 3 nöfn vitlaust, skrifaði eina tvisvar og gleymdi sjálfri mér. Mér finnst sko t.d. miklu fallegra að heita Anna heldur en Anne… það heitir samt engin Anna í bekknum mínum… en finnst miklu fallegra að hafa a aftast frekar en e þar sem það er hægt. Þess vegna voru ALLAR með a aftast í morgun.
Blabla hversu mikið er hægt að blogga um kort…???

En afmælið var fínt… nokkrum skotum stútað og maki afmælisbarnsins móðgaður upp úr skónum… og af mér… af því að ég fór að blanda mér í diskussion um sönderjyskuna… sem ég á aldrei að gera… (hvenær læri ég?)… en sagði samt ekki að ég fengi gæsahúð og yrði óglatt ef ég heyrði of mikið af henni… sem betur fer…!!! hélt mig nokkuð á mottunni. En hann kallinn vildi svo bara meina að ég skyldi hana ekki almennilega… talaði samt sjálfur 100% Rödekro-sönderjyske….hahaha… er sko meira og minna búin að hlusta á þessa ljótustu mállýsku í 5 ár…. og þá líka alvöru rótarsönderjysku… og ekki enn lent í teljandi vandræðum… og ef ég er mjög langt útí í huganum getur eitt og eitt orð sloppið út hjá sjálfri mér… þá fæ ég sjálfsógeð.
What ever… skil mállýskuna fínt en finnst hún ljótust í heimi.

Yfir í e-ð jákvætt…

Nei heyriði… pínu krítik í viðbót… karlmenn sem tala svo hálf baby/homma mál við börn og dýr eiga að taka sig saman í andlitinu…
Hvað er verra en…” nöööjjjj… ertu óþægur strákur???? Er Snati óþægur strákur??? Hva´??? Nöjjjj koddu til pabba…. það er pabba að kenna að þú ert óþægur strákur… sdaaa ertu leiður múllin mitt??? Sdnööjjj so fáðu þér hálft rúnnstykki…” (og með sykursætri röddu)
Arrggg ógeð… sting kylfu upp í þann sem gerir þetta næst…

En nú það jákvæða…
Tengdapabbi minn er besti tengdapabbi í heimi… ég sleppi honum sko ekki auðveldlega… nú hlakka ég enn meira til að fara til íslands í sumar…

Og Fúsi stakk mig af á racernum… samt held ég áfram að elska mína Kildemos (hún er sko stelpa eftir persónuleikanum að dæma)… sem er bara street… kemst náttl ekki eins hratt og racer.

Það er unnið hörðum höndum í pokagardínu nr 2 og nr 3.

Good night

4 Responses to “sønderjysk sucks…

  • Já skemmtileg færsla.. brosti alveg alla færsluna út í gegn. Ég fór líka einu sinni að rífa mig yfir sönderjyskunni í partýi.. það átti bara svei mér þá að rassskella mig á ráðhústorginu mánudaginn eftir.. hm ég mætti náttlega ekkert því ég er ekki svo mikið fyrir rassskellingar! 🙂 Hafðu Það gott og sjáumst nú kannski á tónleikunum á morgun 🙂 Og verðum kannski að fara að taka streetball á þetta bráðum ekki satt ?

  • Hafdís
    17 ár ago

    Gangi þér vel með gardínurnar.
    Kveðja Hafdís

  • takk f kvittin stelpur… ja maja… komin timi a streetball…. og gud hva eg er ordin spennt utaf thessum tonleikum… sjaumst kannski.

  • Dísa
    17 ár ago

    Gaman að lesa eins og alltaf. Hlakka mikið til kvöldsins líka. Hver veit nema við rekumst á… Góða skemmtun
    Kv,
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *