Mánudagur til móðs

Síðasta færsla setti met í like`um held ég… ég vona að það hafi verið vegna þess að ykkur líkaði hún. Ekki vegna þess að ykkur fannst ég dugleg… því færslan var stórlega ýkt. Og ég er ekkert duglegri en annað fólk og alls ekki manísk. Ég er ósköp venjuleg, kannski örlítið óduglegri en fólk er flest þar sem ég er oftast á seinustu stundu með margt og óskaplegur hangsari og þessvegna oft með allt niðrum mig eins og sannur íslendingur eins og ein frænka mín orðaði það. En samt reddast alltaf allt eins og hjá sönnum íslendingi. Ég er ekki það iðin að ég færi að taka til á háaloftinu (sem ég hef aldrei komið upp á) né búa til kerti! Í dag var ég í fríi -så dejligt, og fyrsta mynd dagsins var af menntaskólastúlkunni sem er að gera stóru ritgerðina á lokaárinu. IMG_1402 Hún situr tímunum saman og skrifar og skrifar… hún valdi að gera útfrá enskunni og fjölmiðlafræðinni og aðalefnið er „Dystopia“. (Ekkert eitt orð til yfir dystopia á íslensku en þetta þýðir t.d. „vondur staður, vont samfélag“, andstæðan við Utopia). Hún notar bækurnar 1984 og Clockwork orange ásamt samnefndum kvikmyndum. Mér finnst þetta áhugaverð en þrælerfið ritgerð og á í mesta basli með að hjálpa henni. Ég tók mig saman í andlitinu og fór með pakkana á pósthúsið í dag… IMG_1419 Þeir fara til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar og Keflavíkur. Afhverju þekki ég aldrei neinn fyrir vestan? F er í skrifuðum orðum í sínu árlega sjokki yfir sendingarkostnaðinum… kemur honum alltaf jafnmikið á óvart!

Á meðan ég man, Vaski fann ekkert til þegar hann fékk á sig íslenskar augabrúnir, og var ekki leiður yfir athyglinni… svo orðið dýramisþyrming er útí hött!

Annars er ég með útþrá… langar svakalega útfyrir DK. Veðrið hérna er að gera mig óða, endalaus grámygla og bleyta. Er með enn eina Íslandssýkina og þrái snjó og birtu. Myrkrið hérna er svo þykkt og djúpt að ekki einu sinni jólaljósin ná í gegn. Ef engin tekur mig með í töskuna sína til Íslands, væri ég líka til í að fara suðureftir… flatmaga í sólinni, dottandi áfengisdauða yfir góðri bók. Fyrst að ég var að árétta að ég væri ekki manísk, þá er best að árétta það að ég er heldur ekki þunglynd… Það eina sem ég tek, eru lýsispillur, afþví að vinkona mín gerir það. Þetta myrkur er bara boring!

Ég reyndi að gera gott úr málunum í dag og setti íslenska jólatónlist á… spilaði „snjókorn  falla“ 4sinnum og dansaði jóladansinn. Vaskur notaði skúnkinn sinn sem hljóðfæri og spilaði undir á meðan ég tjúttaði upp á stofuborðinu. Seinna kom lagið sem lætur öll hár á líkamanum mínum rísa… „ég sá mömmu kyssa jólasvein“ og það er einhver stelpa sem syngur það. Aldís sagði að hún hljómaði eins og köttur sem væri verið að kreista. Og sagði jafnframt: „hey, ímyndaðu þér að ég og Svala værum söngkonur og værum með þessa rödd og værum alltaf að æfa okkur inní herbergi….“ Það helltist yfir mig þakklætistilfinning vegna radda dætra minna og ég ákvað að baka! Og sanna um leið húsmóðurhæfileika mína fyrir umheiminum… svo að engin þurfi að efast. Ég ákvað gera það af alvöru. Íklæddi mig einslags jólakjól og háhæluðum skóm…

02_IMG_1452

…bakaði úr helmingnum af deiginu og át restina.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *