gardínur og café

Fyrir einu pari af vikum hannaði ég gardínur í svefnherbergið… búin að vera gardínulaus síðan í febrúar…
Í gær átti svo að framkvæma…
Þetta áttu að vera 3 stk pokagardínur. Keyptum stoffið um daginn ásamt því dóti sem til þurfti.

Fúsi hjálpaði mér að klippa…

Misreiknuðum okkur og því var bara nóg í 2 stk pokagardínur. Skítt með það… kaupi bara meira…

Fór svo að sauma…

Saumaði og mældi glugga til skiptis…

Vantaði svo lengdina á glugganum… hljóp inn í herbergi… 114 cm…
Hljóp til baka inn í stofuna… kom við í speglinum… klippti 104 cm. Og saumaði!!!

Þannig að í gær varð bara til ein pokagardína.

Og við liggjum uppi með helling að ónothæfu stoffi… getur maður gert mútasaumspokagardínu eða dúk úr sama einlita stoffinu???

Ætla að droppa húsmóðursstarfinu og vera bara mamma og kærastan hans Fúsa.

Er að verða latari en lötu bloggararnir í kringum mig.

Elva Rakel og Aron komu í heimsókn um helgina… ekkert smá nice. Setti næstum met í götulabbi hér í Sdbg og vakti enga smá athygli með kerruna (ég fékk stundum að keyra). Afhverju brosir fólk svona mikið til fólks með kerru með barni í? Er þetta svona “nååh, en sætt” eða “ég samhryggist þér… of gömul f barn” bros….? átta mig ekki á því.
Er að hugsa um að fá mér kerru og setja bara flugnanet fyrir hana… þarf ekkert að innihalda barn.
Ásamt því að labba og labba og labba stunduðum við Kafferiet og hugguðum okkur hér og þar.
Byrjaði svo í skólanum í vikunni og ekkert smá gott. Gótt að fá frímínutur óg hanga í eldhúsinu, drekka kaffi og flissa að stelputalinu okkar með karlkyns hlustanda.
Fórum svo á Kafferiet á þriðjudaginn eftir grubbuvinnu, duttum í það, keyrði svó heim og steindrapst í sófanum kl. 12:30 eftir hádegi.
Fór svo á Ib í dag með klíkunni úr grúbbunni… vaknaði í Slótsgarðinum.
Fór heim og þvóði hjólið mitt með uppþvóttarbursta. Elska hjólið mitt, við erum eitt eftir að við vorum skönnuð saman.
Fór svo í bæinn með stelpurnar mínar… (nú skal ég ekki skrifa o sem ó) og var stefnan tekin á Shop Zoo She… já, þetta er dagsins danmörk. Aldís fékk einn “Papfarspige” bol en þeim var algjörlega neitað um “Cheap Monday” buksur. Er skrítið að gráu hárunum fjölgar milli tímabila sólarhringsins??? Hvenær mega börn fara að vinna e-ð að viti með skólanum???

Annars er ég bara í skýjunum yfir veðrinu og ipodinum mínum… ef þið sjáið mig á hjólinu… horfið þá eftir super tjekkaða ipodinum… elska hann líka. Elska líka Fúsa sem er orðin brúnni en ég í andlitinu… án þess að hafa freknur eins og ég og án þess að vera meira úti en ég.

Ykkar einlæg….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *