síðan síðast

Jæja, orðið svakalega langt síðan… og margt búið að gerast.
Fórum jú til íslands um páskana og kvöddum hana Svölu tengdamömmu endanlega. Allt gekk vel en við höfðum rosalega mikið að gera og náðum alls ekki að hitta alla þá sem okkur langaði að hitta. Þannig að ég vona að þið séuð ekki fúl… heimsóknartími okkar til fólks var frá snemma á morgnana á íslenskum mælikvarða og fram yfir miðnætti. Og meiru náðum við ekki.

En það var fínt að fara svona páskaferð… fengum rosagott íslenskt veður fyrrihlutann og svo svona páskahret seinni hlutann. Slapp samt alveg… tærnar frusu ekki af.

Fúsi og ég vorum sammála um að mikið óskaplega þyrfti maður að breyta hugsunarhættinum ef við ætluðum einvherntímann að flytja aftur til Egilsstaða… væri samt til í að eiga Tókastaði sem sumarhús. Ég hugsaði allt í bloggi næstum allan tímann… meira að segja hvernig pulsurnar voru afgreiddar og á hvaða tungumáli. Kvartaði hástöfum yfir að þurfa sjálf að snerta á sósuflöskunum… og að ekki geta þvegið mér um hendurnar á eftir… stelpugreyið starði bara á mig og skyldi ekki hvað ég meinti með fólki sem færi á klósettið og þvægi sér ekki um hendurnar… eða fólkið sem kæmi beint úr sláturhúsinu… Fúsi dró mig gargandi út úr söluskálanum.

Reyndar er ég svona nokkurnvegin að komast af því þessa dagana að ég á ekki að vera versla neinn skapaðann hlut ef skapið er ekki alveg upp á sitt besta. Var sett í Biva-bann fyrir 2 mánuðum, ekki það að ég þurfi að fara þangað eða langi þangað… en Fúsi minnti mig bara á bannið í dag. Ætla líka að taka mér Skoringen pásu svona upp á eigin spýtur… svona næsta mánuðinn.
Er alltaf að grobba við sjálfa mig að ég sé orðin miklu betri í að “sig´ fra”… hmmm hvað heitir það nú á íslensku… láta í mér heyra…??? Nú ætla ég bara að æfa mig í að “sig´ fra” líka í góðu skapi.
Matas manninn stenst ég ekki… hann heldur áfram að gefa mér te. Síðast var Fúsi með mér og átti ekki til aukatekið orð. Var ekki alveg að trúa te-sögunum mínum fyrr en hann sá þetta með berum augum.

En heimferðin frá Íslandi gekk vel… tókst að sofa næstum alla leiðina… stelpurnar líka… allir voru uppgefnir. Já og það var crazy veður í Keftown á laugardagskvöldið… Við fórum og keyptum okkur ís í svipaðri sjoppu og var á Skjöldólfsstöðum í gamla daga og þegar við komum út úr sjoppunni fauk ísinn hennar Aldísar á hana.
Báðar leiðir var verslað grimmt í fríhöfninni… vá hvað ég eyddi miklum tíma þar… og allskonar dóti hrúgað í körfuna við svakalegan fögnuð Fúsa míns. Ég var næstum búin að missa af vélinni vegna þess að snyrtidömunum í snyrtideildinni fannst ég æðislegt módel, með morgunhrukkurnar mínar og andfýluna í gasformi, fyrir sólarpúður. Aldís tók stóra stökkið og keypti sér ilmvatn við íslandskomu… ilmvatnið heitir PINK SUGAR og er lyktin svoleiðis… ekta stelpuilmvatn og hún í skýjunum. Á heimleið splæsti hún dýrum maskara á sig… ég var búin að gefa leyfi þar sem ég vil að hún noti sinn eigin maskara og það brúnann fyrst hún er á annað borð byrjuð að fikta.

Á leiðinni í vélinni sat ég við hliðina á grænleskri selveiði konu. Hún kunni bara grænlensku og flugfreyjan lennti í vandræðum með að bjóði henni að versla mat. Grænlenska selveiðikonan sýndi henni bara hálfrifið umslag þar sem á stóð:” ég er grænlendingur og tala bara grænlensku”.
Flugfreyjan sagði bara hmmm, yppti öxlum og leit á mig með fallega máluðu augunum sínum. Ég nátturulega fór að grafa eftir pædagogisku hliðunum mínum sem ég vissi að ég ætti til einhversstaðar og fann þær… og tók náttl bæklingin og notaði tákn með tali með honum. Grænlenska selveiðikonan sýndi mér líka miðann.

Hún fékk ekkert að borða.

Ég fékk mér sómasamloku með hangikjöti og ítölsku salati… af því að ég hef heyrt mælt með þeim… en vá saltmagnið… kannski pólskar!!!
Ég sagði grænlensku selveiðikonunni á minni ágætis grænlensku að hún væri ekki að missa af neinu.

Á kastrup misstum við okkur líka í búðunum… Fúsa skap varð æ betra. Ég meina það var nú páskadagur…

Fórum í heimsókn til Baldurs og Gunnu og hugguðum okkur þar þangað til það var brottför í lestina. Hlustuðum á forbandede útlendinga í lestinni tala um rökuð kynfæri og afbrigðilegar stellingar. Samsung mp3 og ipod var troðið í eyrun á stelpunum okkar.

Fór svo á dagvakt (7-15) morguninn eftir… sótti bekkjarsystur mína samviskusamlega niðrí bæ fyrst og tróð bílnum inn á hjólastíginn hjá skúrvagninum… sat næstum föst þar…
Gleymdi svo bekkjarsysturinni í vinnunni þegar ég fór heim. Fattaði það rétt fyrir einu afreynina milli Augustenborgar og Sönderborgar… rétt náði að fara útaf og snúa við… bekkjarsystirinn var sár við mig… ég sagði henni að mér fyndist hárið á henni alltaf svo flott og allir urðu sáttir 

Djammóða klíkan í bekknum mínum var náttl löngu búin að plana djamm sem fyrst eftir páska. Komst ekki undan… enduðum á Zansi þar sem ég hitti crasy kana sem spurði mig: ” hverrrnig hefurru þaððð???”
ég:” hmmm fínt takk”.
Hann: “Coool”

Hann talaði sko íslensku… spurði mig hvort það væri í lagi að við ekki snertumst þegar við dönsuðum…
Ég: “ hmmm já”
Hann: “coool…”

Svo sagðist ég þurfa að fara á wc ið og tæma stomipokann minn…
Hann: “okii coooool…”

Annars ég búin í praktikkinni á Augustenborg… lifði prófið af… sem var ekkert sjálfgefið…gaf þeim gulrótarköku sem Fúsi bakaði og sagði: “ses, farvel”.

í dag þegar ég kom heim fékk ég pakka… veit ekki afhverju… en minn yndislegasti í heimi gaf mér ipod shuffle… mig langaði bara í svoleiðis… þægilegt í allri hreyfingu… langaði í grænann eða bleikann… Fúsi tók ákvörðunina og valdi bleikann. Ég er í skýjunum.
Í dag fór ég með Guðrúnu að hjóla… hjólum 21 km… hélt hún ætlaði aldrei að hætta… ætla að fara á morgun og kaupa mér gelpúða á hjólið… minn afturendi er ekki bólstraður nóg fyrir svona túra. En mikið var þetta samt gaman þrátt fyrir storm á köflum!

Góða nótt
d.s. sævars

7 Responses to “síðan síðast

  • Dísa
    17 ár ago

    Takk fyrir síðast…. Gaman að lesa eins og alltaf. Verðum svo að kíkja á kaffihús við tæifæri.
    Knús
    Dísa

  • það er bara svo gaman að lesa bloggið þitt, þú skrifar svo skemmtilega! Takk fyrir mig!

  • eg sjalf
    17 ár ago

    ja komin timi a adra kaffiferd Disa

    takk f hrosid stelpur 🙂

  • Var þetta ég sem var í lestinni að tala dónalega fyrir framan stelpurnar ? ég geri það nefnilega svo oft.. tala um kynlíf og rakstur í lestinni 🙂
    Hafðu það annars gott og sjáumst við ekki í körfunni á þriðjudaginn?
    knus

  • Hafdís
    17 ár ago

    Kom hér við og skil eftir mig spor.
    Sumarkveðja Hafdís

  • Halló halló!
    Hélt bara að ég væri löngu búin að kvitta hérna hjá þér, en hef greinilega bara verið búin að því í huganum ;o)
    En mikið var hann nú sætur við þig að gefa þér bleikan ipod suffle, geri ráð fyrir að það sé ekki lognmollan í eyrunum á þér um þessar mundir þegar þú ert að hjóla og í ræktinni.
    Vona að það hafi verið góð mæting í boltann í gær.
    Sólarkveðja, Begga

  • Guðrún Þorleifs
    17 ár ago

    Hæ hæ og takk fyrir síðast ;o) Skemmtilegur bloggari ertu stelpa!
    Gott að hægt var að redda afturenda yðar…
    Sjáumst fljótlega :o)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *