Jólafrokostinn 2014

Síðasta ár bloggaði ég hreinskilningslega um jólafrokostinn 2013 og því er vel við hæfi að gera það aftur núna. Það þarf ekkert að fela, það eiga allir sínar leyndu hliðar.

Í ár var umræðuefnið að vanda allt fyrir neðan beltisstað, allt frá angina klitoris, til kúk og piss. Næsta ár ætla ég að stinga upp á blönduðum jólafrokost með stóru bílaverkstæði… höndla ekki þessar hjúkkur meira.

Staðurinn sem við vorum á lét okkur hafa miða og þar áttum við að skrá drykkjuna… (allt borgað úr eigin vasa).

2013-11-23 23.47.38Þetta er einn drykkjumiðinn… viðkomandi var að vonast til að koma út í núlli! Barþjónninn skildi hvorki okkur né miðann!?!

Þegar líða tók á kvöldið fóru þreyttu heim og við hin fórum og freistuðum gjæfunnar á öðrum stöðum. Maður verður aldrei of gamall til að fara með sogrör í andlitinu í bæinn.

2013-11-24 01.25.11

Fólk spurði mig annaðslagið afhverju ég væri með sogrör í andlitinu… það virtist engin sjá að þetta væri hljóðnemi. Þegar fólk fékk það að vita, spurði það afhverju ég væri með þennan hljóðnema. Ég sagðist vera „antropolog“ með ca 7 errum (mannfræðingur). Þá heyrðist: „atrrrrrropolog from Russia???“ Stundum get ég bara ekki falið hreiminn minn! Eða eiginlega aldrei!

Við ráfuðum síðan á Zansibar sem er á margan hátt ólýsanlegur skemmtistaður… alltaf ca  15 manneskjur þar inni þótt hann rúmi ca 150. Tónlistin er sú sama og þegar ég flutti fyrir 12 árum síðan, enda dj’inn sá sami, bara orðin síðhærðari og feitari með tímanum. Og það athyglisverða er að maður verður vonandi seint of snobbaður fyrir GreaseMix í rétta félagsskapnum með tilheyrandi drama/rassadansi.

Í gær bakaði Svalan mín smákökur en þegar maður er unglingur er algjör óþarfi að gera 26 kökur, þegar hægt er að komast af með 6.

2013-11-24 15.18.03

Í dag hengdum við upp jólaseríurnar… 5 stk og ég fraus í hel á tám og puttum. F lét reglulega í sér heyra…

F: „hvað heldurðu að þetta kosti í rafmagni…?“

F: „er ekki nóg að hafa 2 seríur?“

F: „hver borgar þessa rafmagnseyðslu…?“

F: „er ekki nóg að hafa 3 seríur?“

F: „anskotinn… það kemur feitur rafmagnsreikningur næst…“

F: „er ekki nóg að hafa 4 seríur?“

F: „ætlar þú að borga næsta rafmagnsreikning eða hvað???“

Ég: „jááááá…“ Því þegar við vorum búin og á leiðinni inn, tæmdum við póstkassann og haldiði ekki að ég hafi fengið ávísun með póstinum??? Ávísun…. hvað eru mörg ár síðan ég síðast sá ávísun?

2013-11-25 21.36.58

En ávísunin kom alveg óvænt!!! Frá Frankfurt! Deutsche Bank – Frankfurt am Main í samvinnu við Danske Bank með viðkomu í Stavanger… þetta hef ég ekki prófað áður. Spurning um að ég bæti við nokkrum jólaseríum???

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *