Íslenskir karlmenn…
… er og verð líklega alltaf veik fyrir þeim! Þeir eru langfallegastir allra karlmanna í heiminum og tala oftast passlega mikið.
Mér datt í hug að búa til Herra Ísland keppni áðan… til að hylla karlkyns landa mína og eftir stuttar vangaveltur er sigurverarinn í kvöld……
…..
……….trommusóló (helst með Jónas Sig á trommunum, ef ekki hann þá gæti ég mögulega sætt mig við Lars Ulrich þótt hann sé ekki beint íslenskur)…
… sigurverarinn í Herra Ísland 2o. nóv 2013 er…
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN…
þvílík íslensk fegurð… og hann virðist tala passlega mikið, ásamt því að vera cool við allar aðstæður. Er hann til sölu?
Þegar íslenskir karlmenn sem fyrirbæri koma upp í huga minn, dettur mér oft í hug 66norður auglýsing. Passlega skeggjaðir, passlega úfnir, passlega harðneskjulegir, passlega gráir og þegjandalegir. Afhverju hefur Venni í Möðrudal aldrei verið í 66norður auglýsingu?
Þetta með „þegjandalegir“ lærir maður að meta eftir að hafa búið í DK. Sumir í DK tala svo mikið að skyndilega eru þeir orðnir bróðursynir Clintons og fundu upp litaprentarann árið ´86, þótt þeir væru bara 3 og hálfs árs þá.
Reyndar á ég mér uppáhalds karlkynsdana í daglega lífinu þessa dagana… er að vinna með honum og hann er rólyndismaður. Ef ég spyr eru svörin hans stutt… það fíla ég. Hann er fyrrverandi leikari og í alvörunni hefur hann bæði leikið í frægum DK myndum og í þýskum geimvísindamyndum. Mér finnst það geggjað! Sérstaklega þetta með þýsku myndirnar!
En alvöru uppáhalds daninn minn er samt annar gaur… alltaf í sjónvarpinu og við erum vinir á facebook… ekki followers heldur VINIR. Það er að sjálfsögðu engin annar en Rasmus Tantholdt… er ég kannski að blogga um hann í 5ta skiptið? Sorry.
Fúsi gekk fram af mér í fyrrakvöld. Rasmus var með fréttaþátt um ástandið á Filipseyjum í sjónvarpinu og F segir: „hann er með brjóst“
Ég: „nei“
F: „jú, sérðu það ekki?“
É: „er ekki í lagi með þig…? Rasmus er ekkert með brjóst… hann er með brjóstvöðva…!“
F: „nei, þau dúuðu…“
Ok, ef hann er með brjóst, þá er það bara gott mál… vildi reyndar óska þess að karlmenn væru með brjóst líka… elska brjóst.
Dýrka þennan blaðamann og like´a á allt sem hann gerir.
En íslendingurinn Eiður…
… sjáiði þessi læri… einhvernvegin virðist íslenska náttúran alltaf koma útlitslega fram í íslenskum karlmönnum!