WC pappir!!!

Bilastæðið okkar er frekar langt frá íbúðinni og þess vegna þarf maður að halda á innkaupapokunum langa leið… svosem í lagi… nema þegar maður kaupir WC pappír… það er fátt pínlegra en að bera pakka af WC pappír fyrir framan alla traffíkina… halló við erum að fara á klósettið… jafnvel að kúka….!!! Eða þegar ég er í skólanum og og kippi ALDI wc pappir med… sem er bestur í heimi… og þar sem skólinn er nú innanbæjar er ég lang oftast á hjólinu og kem ekki wc pappirnum í körfuna við hliðina á töskunni… þanig að ég þarf að halda á honum og allir sjá!!!
Fór svo að kaupa poka… bara fyrir wc pappirinn… og þessum búttaða ALDI kassamanni fannst það nú meira bruðlið… poka fyrir þetta??? Alveg innilega sammála honum en get bara ekki látið allan bæinn vita hvað ég er evt að fara að gera.
Þannig að á þessu heimili er kapphlaup um að taka allt annað úr skottinu en wc pappírinn og sá sem hefur minnst verður að taka pakkninguna…

En munið þið á Aglastöðum þegar frímurarar eða lions eða höttur gengu í hús í gamla daga og seldu maso wc pappirinn… ársbirgðir… pappir dauðans… fólk streymdi til heimilislæknisins eftir 3ja daga notkun…
En þá var sko ekkert smá pínlegt að láta fólk banka uppa með kíloavís af pappír… og hugsið ykkur af maður hefði keypt… þá hefðu allir grannarnir hugsað… jæja, nú á að skeina villt og galið…!!!!

Praktikkin eða klinikkin eins og það heitir í dag… gengur svona upp og niður… varð fyrir persónulegri krísu fyrr í vikunni… var hafnað heiftarlega… fékk ekki það sem ég vildi…
Er náttl með séróskir vegna reynslu og fyrri starfa og vil náttl fá þa sjúklinga sem eru erfiðastir og mest spennandi. En nei… mátti ekki fá fangann sem er bæði sprautudópisti og psykopat með stórum stöfum…
Og mátti ekki heldur fá skizofren konuna sem er svona gamaldagsskizo… alveg einstök… ekki margir svona eftir í dag…
Alltaf verið að hugsa um öryggi nemana og ábyrgð deildarinnar… ok veit þetta alveg en langaði samt… ekkert gaman ef ekkert fútt er í þessu…

En það gerist samt alveg hellingur á deildinni minni… ætti ekki að kvarta…

Svala mín spurði í gærkvöldi hvað svona börn eins og hún mættu fá mörg glös af heitu kakói á dag…???? Hún serverar heitt kakó oní fjölskylduna eins og hún fái borgað fyrir það…

Síðasta helgi var alveg frábær… fengum gesti frá Íslandi… Hildi og Jón Pál… fór á fund (2. aðalfund íslendingafélagsins), fór í flutninga og fór á djammið… lét Maju plata mig á Buddy… merkilegt hvað hægt er að plata mig útí margt….

Held mig bara við Penny í kvöld… grubbuklíkan mín breytti venjulegri kaffihúsaferð í gærkvöldi í drykkjutur í kvöld… frá Ib/Kafferiet yfir í Penny… ætla samt snemma heim… dagvakt á morgun…

Búin í ræktinni í dag… búin að nauðga magavöðvunum passlega… búin að borða rúgbrauðið mitt og drekka kakóið mitt… og þess vegna komin tími á sturtu…
Góða helgi

3 Responses to “WC pappir!!!

  • Hafdís
    18 ár ago

    humm síðan mín læst?? Dagný hún hefur verið það lengi og verður það áfram. Ég hélt að ég hefði sent þér lykilorð ´ik?
    Góða helgi.
    Hafdís

  • Gott að vera búin í ræktinni fyrir helgina ;o)
    Mér líst nú heldur betur vel á að þið skellið ykkur á kajaknámskeið, það verður örugglega mega-gaman…
    Góða helgi á ykkur öll sömul!!!
    Begga

  • já buddy var æði.. eins og alltaf.. frábær tónlst og frábært og innihaldsmikið fólk..
    og ég er svört.. já svertingi er ég ! hehe

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *