Kosningakvöldið mikla með fótboltaívafi…
Í dag er stóri dagurinn… ég fór í kjól eftir kvöldmatinn og saman fór fjölskyldan á kjörstað… Ég var alveg að springa úr spenningi og fannst stórmerkilegt að eiga barn með kosningarrétt. Aldísi fannst þetta síður merkilegt og var frekar pirruð á mínum tilraunun til að taka mynd. Það er frekar stuttur í henni þráðurinn þessa dagana vegna kröfumikillar ritgerðar og bílprófs á næsta leiti, þar sem meirihluti nemenda fellur.
En Aldís kaus og hafði myndað sér sína eigin skoðun eftir að flokkarnir fóru í menntaskólann og voru með hringborðsumræðu (eða hvað sem það heitir). Mér fannst hún frekar cool.
„Maaammmmaaaa!!! Þetta er frekar pirrannndddi sko“
Veit, en ég er bara svo stolt af henni :-/ (Og ræð ílla við mig)
Annars reyndi ég að klippa mig í dag… mæli ekki með að fólk án hárgreiðslumenntunar klippi sig sjálft.
Ekki var það mikið sem fékk að fjúka en nóg til að mynda ca 5 skörð og 4 rákir! Svona svipað og þegar 3jára krakkar með hár komast í skæri… I dag lærði ég af reynslunni!
Talandi um krakka… það er lítill munur á krökkum og unglingum… Það var grátbeðið um jóladagatal í Fötex í fyrradag. Húsbóndinn lét það eftir…
Í dag fann ég þetta í ruslinu… sama sagan og þegar þær voru börn! Og á hverju ári höfum við sagt með hárri skrækri röddu: „þetta verður í síðasta sinn sem jóladagatal verður keypt á þessu heimili!!!“ Og á hverju ári höfum við keypt jóladagatal! Merkilegt!
Annars er fótboltaleikur in the tv. Hann er bara á hljóðlausu. Finnst þetta svo truflandi hljóð.. Það eru reyndar einhverjir sem segja að þessi leikur gæti breytt mannkynssögunni. Mér finnst alveg ok að fylgjast með mikilvægum fótboltaleikum með öðru auganu en bara öðru! Það gerist sjaldnast e-ð í þessum leikjum… eitt og eitt mark á stangli. Alltof langdregið sjónvarpsefni. Mætti ég þá frekar biðja um handboltaleik þar sem stundum eru skoruð uppundir 80 mörk í einum stuttum leik.
Held að króatar hafi skorað áðan… allavega rosaleg læti… líka í ísl. þulinum.
Ég ákvað samt, fyrst ég var komin í kjólinn í tilefni kosninganna, að mála mig líka í tilefni leiksins og fá mér harðfisk með smjöri.
En kannski var þessi málning til einskins þar sem það er nónokkuð langt síðan við skiptum yfir í kosningasjónvarpið og „misstum“ því af leiknum.
Við Stephan sæti erum frekar spennt hver verður næsti borgarmeistari…
Að lokum vil ég hafa eftirfarandi eftir komandi borgarmeistara í Haderslev: „Vi kan sige back to basics som man nu siger på god sønderjysk“…