Dýra kremið og hugsanlegt andlát eiginmannsins +

Svo að þið haldið ekki að ég sé einum of auðveld í sambandi við sölumennina, þá ætla ég að segja ykkur frá atriði um daginn þar sem ég stóðst freistinguna þrátt fyrir miklar og langar fortölur.

Ég er bara ósköp venjuleg manneskja og aldurinn færist yfir mig eins og annað fólk. Um daginn fannst mér ég vera með frekar þreytt augu og kom við í Matas til ath með augnkrem. Afgreiðslukonan spyr hvað ég sé að spá og ég yppti bara öxlum… „bara augnkremi“

Hún fer beint að hillunni og tekur þetta krem fram.

cooling-products-estee-lauder-de

Mér virðist þetta vera voðalega fínt og spyr hvað það kosti…

Hún: „545kr“

Ég: „og hvað er mikið í???“

Hún (án þess að blikna): „15ml“

Ég: „….herre Gud…“

Hún: “ 🙂 “

Ég: „Ertu ekkert að grínast? 15ml fyrir 545kr?“ (11.970 ISK)

Hún: „nei, þetta er mjög gott krem, það er ljósendurkast í því“

Ég: „jaaá… 15ml… sem endist hvað lengi?“

Hún: „þetta er mjög drjúgt… endist alveg uppundir 6 mánuði…“

Ég: „og þá myndi ég nota augnkrem fyrir um 24.000 ISK á ári…?“

Hún: „já, þetta er bara spurning um forgangsröðun… (upp á líf eða DAUÐA)“

Ég keypti annað augnkrem…

2013-11-05 12.05.46

Og bíð spennt eftir að það votti ekki fyrir baugum í komandi framtíð!

Annars fór eiginmaðurinn til læknis í dag útaf einhverjum litlum hvilla sem ei vert er að nefna. Hann kom heim með recept upp á minnst 5skonar lyf ásamt teikningu af dauðum manni í rúmi.

2013-11-05 12.53.27

Það var einmitt verið að rannsaka hjónabönd á Íslandi og þar kemur í ljós að 65% hjónabanda enda með dauða annars aðilans. Linkurinn er hér. Væntanlega er ég að ganga af manninum dauðum?!? Nicht gut, nicht gut…!

downloadProfessor Jónsson frá Fellabæ city andaðist eftir erfitt og strangt hjónaband…. Amen!

Síðan var Aldís mín í bóklega prófinu í bílprófinu í morgun… mjög gleðilegt allt saman og allir voðalega spenntir!!!….

download (1)…Í bland við væg kvíðaköst… Litli frumburðurinn minn… og hraðbrautinn bara 1km í burtu! Að eiga unglingsstelpur og vitandi af hættunum (og áhættunum) sem eru á hverju horni gerir það að verkum að líklega á ég skilið Estee Lauder kremið, 15ml, fyrir 545kr!!!

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *