Tiltektin gengur bærilega… allt snýst um tiltekt þessa vikuna…þvílíkt líf!!! en reyndar var að koma upp sú staða áðan að kannski verður partyið hjá mér…. þar sem ég á svo mikið af bjór og Wiskey… þá verð ég að taka meira til… ég er komin með blöðrur í hendur og sár á milli putta.

Vitiði að okkur hefður alltaf fundist rosa fínt að búa í DK og aldrei verið plöguð af heimþrá. En samt hefur oft hvarflað að mér að ef einhver veiktist á íslandi… hvað gerði maður þá? Þegar vonlaust væri að vera almennilega til staðar og hjálpa eins og maður vildi. Held að flestir sem búa langt frá fjölskyldunni sinni hugsi svona.

Þegar maður hugsar til baka til þeirra veikindaferla sem maður hefur lennt í, vildi maður gera svo margt öðurvísi og hreinlega gera meira en maður gerði.
Svoldið erfitt þegar manni loksins finnst maður hafa meiri þroska og meira vit í hausnum í svona aðstæðum að geta þá ekki verið innan handar og gert hlutina betur en síðast.
Nú verður maður bara að notast við símann. Þetta er fórnin sem maður færir við að búa langt í burtu.

Ég held ég þurfi að þvo eina vél í viðbót fyrir heimkomu fjölskyldunnar minnar… ég ætla að toppa Fúsa sumarið 2005. Var bara að spá í hvort einhver nennti ekki að koma og bera þvottakörfuna niður fyrir mig. Verð að spara mig fyrir morgundaginn.
Vera Moda var opnuð aftur í dag… fullt af opnunartilboðum… var sko að spá í að vera svoldil Nynne/Jones/Bloomwood i dag og bara shoppa eins og ég væri ein í heiminum… en nenni ekki niðrí bæ. Gæti fengið of stórann skammt af súrefni…

Er orðin veldökkhærð aftur… ekkert smá sátt… gengur ekki að vera eins og jarpur hestur.

Er svo líka að spá í hvernig ég eigi að eyða kvöldinu í kvöld… kannski bara njóta síðasta kvöldsins þar sem ég er ein og leigja eina blockbuster og skola henni niður med irsih (hef bara alltaf verid svo léleg ad drekka ein). Eða draga M með á kaffihús, eða drekka of marga bjóra hjá nágrönnunum… ooo alltof margir valmöguleikar, verð að grensa mig meira.

Over og out

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *