Flutningarnir gengu bara vel… svona eftir á þegar íbúðin var komin í samt horf aftur. Komust að því að dætur okkar eiga alltof mikið af dóti sem er óskiljanlegt því þær fá aldrei dót… fengu t.d. ekkert dót í jólagjöf!!!
Kærastanum og mér tókst að lauma ýmislegu í ruslapokann og ekkert hefur verið spurt eftir þessu ýmislegu. Svala safnari tók umbyltingum í gær og heyrðist orðið “hendast” ótrúlega oft… endaði með að ég fór út með 3 fulla ruslapoka og 2 litla kassa í ruslið. Ótrúlegt en satt.
Aldís hefur staðið fyrir framan spegilinn í samanfleytt 3 daga og varalitað sig með nýfundnum varalitum. Er ekki enn komin með slæmann varaþurrk.
Í dag byrjaði hún líka að nota hársprey… og mitt hársprey… sem er okii nema hvað brúsinn er næstum tómur nú um mitt kvöld og við öll með væga hárspreyseitrun.

Skólinn minn puha… ég sem hlakkaði svo til… þessir 2 dagar í psykiatrien (geðinu) eru búnir að vera “hell”. En engar áhyggjur… ég er samt enn klárust.
Kennarinn er “nýr” og fer á eftirlaun í april. Aðal psyk kennarinn veiktist og því var þessi kölluð til, svosem fín og fungerar sem praktikkennari á einu sjúkrahúsinu hér á svæðinu. En samt ekki með reynslu í kennslu í skóla… og því hefur hún enga stjórn á ljóskunum tveimur sem geta engan veginn stýrt sér í spurninga og dæmaflóðinu… Og það er mætingarskylda í þessi fög… oboyoboy. Jú og síðan kom ein ný sem féll víst í psyk á síðustu önn… og hún veit allt um allt og vill svo gjarnan segja okkur frá öllu um allt. Og hún er svona týpa sem gæti ekki MR skannast í Svendborg. Þó svo ég viti mikið meira en hún og með margfalt meiri reynslu hef ég vitið til að þegja…
Ég er semsagt að klepra á þessum tímum… faglega niveauið langt fyrir neðan öll mörk og ljóskurnar tvær búnar að diagnosera bæði vini og fjölskyldu…

Hlakka svo til að vakna á morgun og byrja daginn á einum stuttum svona í tilefni dagsins. Eða ætti eg frekar að baka bollur???

Jemin hvað ég elska stundum DK (líka ísland), elska sko Dk fyrir hvað þjóðfélagið er oft á tíðum sjálfkritisk… ekki í fyrsta og annað skiptið þar sem allt er sett á annan endann þar sem fólk vill láta sannleikann koma fram og bara framkvæmir hlutina. Núna er málið hvernig komið er fram við fatlaða. OMfuckingG … var náttl með væluna í hálsinum yfir þættinum á þriðjudag (endursýnt 21/2)… afhverju er ég svona meyr??? Er ég að komast á breytingarskeiðið??? Er það þess vegna sem mér er alltaf heitt í skólanum og stend í stríði við ljóskurnar tvær um opnunartíma glugganna???
En allavega talar forstöðukonan hún Dorrit West bara í hringi og öll fínu orðin leka útúr henni eins og munnvatnið á þeim fötluðu… en grunar að hún hafi ekki minnsta grun um merkingu allra þessara orða. Yrði ekki hissa þótt hún flýði af landi… skandall nr 2 í höfn á innan við örfáum árum.

Allir reyna að finna skýringu á vinnuaðferðunum… bla bla bal magt/afmagt… bla bla bla voldsomme klienter.. bla bla bla… ufagligt personale… opkastninger og skrigeri… Og Dorrit grípur öll orðin sem geta nýst sem afsökun, fegins hendi…. og heldur því fram að aðstæður hafi stórlagast síðan Adam ráfaði um með földu myndavélina… já já Dorrit… godt med dig…

Nú hugsa líklega margir í fljótfærni… úff svona eru þá fatlaðir meðhöndlaðir í Danmörku, skamm danskurinn…. finnst nú líklegt að það sé ekkert mikið öðruvísi í t.d. Norge og Svíþjóð… já eða Englandi og Þýskalandi… í öllum þessum löndum þar sem við erum svo svakalega siðmenntuð. Því ég VEIT að þetta fyrirfinnst á Íslandi. Vann með fatlaða í 6 ár.
Segi því húrra fyrir Adam og TV2 og vona að sem flest lönd kaupi sýningarréttinn af þættinum eða geri e-ð svipað. Þetta hristir svo svakalega upp í þjóðfélaginu og breytir vonandi einhverju til batnadar. En maður getur nú líka spurt… afhverju þarf alltaf svona róttækt að gerast til að e-ð sé gert??? þetta er nú ekkert nýtt sem engin vissi um…

Hey bara svona til að misskilningglatt fólk sé nú ekki að misskilja.. að taka einn stuttann þýðir að fara í stuttann göngu eða –hjólatúr… t.d. utí bakari…en ekki það sem þið sum haldið altsaaaa! Dónar!

Over und out (er að æfa mig í þýsku)

3 Responses to “

  • Hafdís
    18 ár ago

    Til hamingju með afmælið Fúsi, og þið, Dagný og dætur með „strákinn“ (er svo kurteis)
    Vona að þú eigir ánægjulegan afmælisdag í vændum Fúsi, það er nú ekki á hvernjum degi sem maður verður fertugur ja eða eigi afmæli daglega yfir höfuð ef út í það er farið.
    Afmæliskveðjur Hafdís og viðhengi.

  • Dísa
    18 ár ago

    Tek undir með Hafdísi….TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FÚSI og þú Dagný mátt endilega smella einum á hann í tilefni dagsins þar sem mér finst ólíklegt að ég hitti hann í dag. Annars fanst mér pistillinn þinn góður og er að þessu sinni alveg sammála þér. Það er nefnilega mjög jákvætt hvað danir eru gagnrýnnir á eigið þjóðfélag og fólk dregið til ábyrgðar þegar við á. Það mættu íslendingar svo sannalega taka til fyrirmyndar.
    Sé ykkur vonandi eitthvað um helgina..
    Knús
    Dísa

  • Til hamingju Fúsi með daginn voandi var hann góður
    kveðja Sessa og co

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *