leiðist

Er heima í dag… ekki af fúsum og frjálsum vilja. Heldur vegna þess að það er ekki neitt á skemanu í dag… ekki heldur grúbbuvinna… bara heimadagur þar sem maður getur lesið…

Og vitiði hvað… finnst það alveg “røv kedeligt” (boruleiðinlegt) að vera svona heima. Nenni því alls ekki. Ætla aldrei að vinna heiman frá mér… eða vera heimavinnandi. Mér hundleiðist… búin að fá nóg af að vera heima á síðustu ca. 3 mánuðum. Strax farin að kvíða fyrir 7. önn. og nenni nu ekki fá í kommentin um það sem Jón í Hvannstóði sagði um að bara leiðinlegu fólki leiðist… blablbalbla… þá er ég bara leiðinleg!!!

Ákvað að setja Peter Sommer í cd spilarann… orðið óralangt síðan… en þá kom bara musiktelephonen með 2 kanon lög… stundum er hann alveg að gera sig… annað var The ballad of lucy jordan með M. Faithfull… og hitt með Poul Krebs sem ég man ekki hvað heitir en eitt af hans bestu. En svo komu auglýsingar… (fæ bólur af lokal auglýsingum) og þá fékk P.S. að hljóma … finnst hann alltaf jafn góður.

Er að spá í að fá mér hjólatúr og sækja bók um OCD lesa hana á notime fyrir næstu viku… en í næstu viku byrjum við á geðinu… og bekknum er skipt í tvennt… þar sem sumir byrja í geðinu en hinir í primær… (heimahjúkrun). Og þar afleiðandi voru sumar grúbburnar e-ð tættar… og öllum að óvörum var okkur bara stokkað upp og búnar til nýjar grúbbur… sátt… gu er jeg ej… alveg sárvekkt… lenti með einni þeirri ferköntuðustu í bekknum og einni þeirri ljóshærðustu. Og svo einni úr minni grúbbu. Veit ekki hvort ég lifi þetta af þar sem það verður gefin einkunn fyrir verkefnið…

Kl. 1020 var ég búin að skipta um föt 3 svar. Sýnir bara hvað er boring að vera svona heima. Ok fatavalið passaði bara ekki.

Er komin á skrá hjá Adecco (vikarbureau) og nú er bara að sjá hvernig það á eftir að ganga… hefði nú bara alveg nennt að vinna í dag.

En allavega… eina ráðið til að bjarga heilsunni er að koma sér út… hætta að kvarta og vera svona ógeðslega neikvæð…

Vissuðu að eitt af uppáhaldslögunum mínum er Losing my religion… med R.E.M….er að hlusta á það núna þar sem P Sommer er búinn.

Blablablalba… ÚT.

3 Responses to “leiðist

  • Dísa
    18 ár ago

    Ekki gott að þér leiðist svona… Þú getur þá alltaf skift oftar um dress og hlustað á tónlist.. Svo verðum við að fara að drífa í lunch..engin spurning.
    Knus
    Dísa

  • Dagný mín þú ert örugglega ýmislegt en alveg örugglega ekki leiðinleg
    knús til ykkar
    Sessa

  • það er nú barasta mjög hollt að láta sér leiðast annað slagið!!! nú og svo er nú ekki svo vitlaust að nota daginn í að LÆRA! hehe

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *