Gestablogg… Vaskur bloggar!

Hæ allir.

Nú er ég orðin rúmlega 9 mánaða og búin að búa hjá húsbændum mínum í…. ca 6 mánuði… man ekki alveg hvenær ég kom og húsfreyjan mín man það ennþá síður. Ekki frekar en að hún muni trúlofunardaginn sinn né „byrja saman“ daginn… Og það er þessvegna hún fékk það í gegn að gifta sig á laugardegi, á lokunartíma ráðhússins… svo að hún myndi giftingardaginn sinn sem er 1. des. Hún gifti sig 3 dögum eftir að hún ákvað að gifta sig…

Allavega, ég hef það fínt, fæ kannski einum of mikla athygli en það er ekki mitt vandamál. Ég er forvitin með eindæmum og er með í öllu. Finnst mjög spennandi hvað sé sett í þvottavélina, hvernig gólfið sé þrifið, hvað fer mikill klósetthreinsir í klósettið og hvernig húsbændurnir bursta í sér tennurnar og elska að gægjast á þau þegar þau eru í sturtu. Ég fylgi líka sláttuvélinni eins og tryggur hundur og dáist að heimilisfólkinu fyrir að tína hægðirnar úr mér í poka. Ég læt þetta bara allt saman liggja þar sem þetta lendir. Finnst  óþarfi að flækja málin.

Í dag voru húsfreyjan, yngsta pæjan og náttúrulega ég líka að taka til í herberginu hennar Aldísar. Aldís er búin að vera í Bandaríkjunum í bekkjarferðalagi í 10 daga. Ég kæmist tæknilega líka til USA því ég á vegabréf. Aldís er ofboðslega góð stelpa, frekar blíð, óþolinmóð, fyndin, uppstökk og indæl. En hún er draslari og finnst margt mikilvægara en að gangast upp í innréttingum. Þessvegna fórum við í málið. Við, húsbóndinn og ég, skiptum um gólf um daginn og gekk það bara fínt.

2013-10-13 15.55.07Í dag þrifum við, tókum til, röðuðum og puntuðum. Þetta var svaka stuð… þangað til húsfreyjunni datt í hug að þjálfa mig upp sem alvöru fyrirsætu!

Ég geri ýmislegt fyrir hundanammi, ostafganga, álegg sem hefur dottið í gólfið og harðfisk en það kemur fyrir að hún gengur alveg fram af mér!

IMG_0458

Ég er karlkynshundur í örum kynþroska og finnst þetta því fáranleg eyrnaskjól. Liturinn er kannski okey en blúndan er útí hött! Ég vil ættleiðast!!!!!!!!!!!!!!

En svona til að þið haldið ekki að hún sé alvond, þá fékk ég alveg heila hamborgarahryggssneið fyrir þetta stunt.

Síðan þegar hún var búin að mynda mig í bakogfyrir og hlægja sig máttlausa, þá fór hún nú e-ð að spá og sá eins og ég að þetta var alveg fáránlegt.

IMG_0461

Hún lagaði flíkina og setti hana á betri stað… þetta fíla ég í botn. Liturinn nýtur sín mikið betur svona og ég heyri aftur eðlilega. Kannski má ég eiga þessa flík?

IMG_0465

Ég er hamingjusamasti hundur í heimi!!!

En í næsta fótósjúti vill ég vera með e-ð gúmmí undir loppunum… ég renn alltaf á þessum sleipu gólfum og þá líkjist ég belju á svelli og það er ekki töff.

Annars gengur lífið sinn vanagang… ég er alltaf að læra e-ð nýtt og með mörg verkefni í gangi. Stærsta verkefnið er líklega það að ég og húsfreyjan erum búin að stofna hljómsveit. Eða líklega er ekki hægt að kalla þetta hljómsveit þegar það er bara einn hljóðfæraleikari og það er ég. Húsfreyjan ætlar að dansa. Stefnan er að gera myndband sem fer beint á instagram en henni finnst ég ekki vera tilbúin ennþá. Hún segir að hvert lag verði að vera lengra en 3 sek. Mér finnst lengdin ekki skifta máli. Hún segist ekki geta dansað við 3ja sek. löng lög. Finnst hún frekar takmörkuð.

Nú er haustfríið hafið hjá fjölskyldunni minni… hjá öllum nema mér. Mér er það löngu orðið ljóst að þegar fjölskyldan er í fríi, þá er ég langt frá því að vera í fríi… þá er BRJÁLAÐ að gera hjá mér. Ég ráfa á eftir þeim allan liðlangan daginn, fylgist með öllu, skipti mér af öllu, þvælist fyrir og sé um að allir séu óhulltir. Síðan hljóma orð eins og: „sitt, leggstu, rúlla, skríða, hrista, hoppa, pláss, dansa, pissa, zikzak ofl. STANSLAUST í eyrunum á mér… ég verð bráðum HEYRNALAUS…! Og húsfreyjan er í 2ja vikna löngu fríi… Ég lifi þetta ekki af… sef líklega fram að jólum. En ég fæ alltaf e-ð gott í munninn ef ég geri eins og sagt er… og nammi… það er það besta sem ég veit um.

One Response to “Gestablogg… Vaskur bloggar!

  • þú ert hæfileikaríkur hundur Vaskur, og bleikur er algerlega þinn litur. Skemmtilegt blogg eins og alltaf. Stórt sakn…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *