bloggað í gærkvöldi en komst ekki inn til „putta“ út…

Föstudagskvöld og sjónvarpið búið… eina sem er að gera sig á föstudagskvöldum er DR2. elska Normalerweize…
“du taler utrolig godt dansk da…”
“hmm ja, jeg er ogsÃ¥ født og opvokset her…”
“ja men alligevel”…

Bahahah er þetta ekki snilld… ok kannski bara fyrir þau ykkar sem sáu þetta!!!! En allavega LOL.

Vitið að ég fór í ræktina í gær… hef það líka ótrúlega gott í dag… smá aum eins og það gerist best… finnst æðislegt að finna fyrir kroppnum.

OMG pása… er að gleyma að hringja í elsku systir mína sem á afmæli í dag… pása!
Ok hún svaraði ekki… reyni aftur síðar.

Fór á tankinn í morgun (bensínstöðina (Statoil)) og sá þá enn einu sinni forsíðumyndina á ALT af Julia Bertelsen… þar sem taugaáfallið er auglýst rækilega… svona til að aðvara og kenna okkur hinum að fyrirbyggja taugaáfall.
En síðan á leiðinni heim úr skólanum í dag fór ég alltíeinu að pæla í hvar grensinn fyrir taugaáfalli væri hjá mér sjálfri. Hafiði einhvertímann pælt í þessu??? Hversu mikið þarf að bombardera mann með stressfaktorum til að maður höndli ekki tilveruna lengur…

Rétt eftir áramótin var ég upp í skóla að læra fyrir próf og kl var að nálgast miðnætti… þetta var eitt af rok kvöldunum og náttl svarta myrkur úti og skólinn útí sveit… eða næstum því. Allavega engin umferð þarna eftir skóla.
Ég var í grúbbuherbergi og bekkjarfélaginn niður í kjallara… svo fór mér alltaf að heyrast hann vera koma en enginn kom…. ógeðsleg læti í rokinu og var nokkuð viss um að dúkkurnar væru allar að lifna við (dúkkurnar liggja í rúmmum eða sitja á klósettstólum í stofunni beint á móti mér og eru náttl ótrúlega raunverulegar (með nýru, tippi og allt).
Og stanslaust heyrði ég fótatak kjallarabúans… sendi sms og bað um að fá orðabókina hans lánaða og bað hann um að koma með hana… jújú gerði það… en þvílík bjartsýni… að halda það að strákar skilji stelpur… fór náttl bara að fikta í ljósunum og tala um gangandi dúkkur útum allt hús…
Ég komst heim á núll komma einni… og þar var einn sem skildi mig (eða lét sem hann skildi mig)
Og fór aftur upp í skóla næsta kvöld… 😉

Var þetta taugaáfall…? Sko að fá myrkfælniskast án þess að vera myrkfælin…
Hmm held reyndar ekki… kannski bara búin að fá nóg, enda var kl miðnætti en bara svo persónulega vandræðalegt… mitt sterka ÉG hvarf bara eins og dögg fyrir sólu.

Ætla að eyða hluta af þessu ári í að kynnast mínu sanna ÉG´i.
Ætla samt ekki að reyna finna grensann fyrir taugaáfalli.. hmmm ekki það sniðugasta í dagens Danmark. Veit samt ekki alveg hvernig maður finnur þetta ÉG… ég er ekki svona joga týpa og finnst íhugun með geðveikt mörgum kertum og svona ummmm eiginlega hálfhlægilegt (þó með fullri virðingu). Er ekki tilbúin til að ganga í trúfélag, AA eða herbalife. Finnst ég hvorki hafa þörf fyrir sálfræðing né geðlækni.
Hmmm finn þetta líklega ekki í bráð… samt svo mikið í tísku að segja “ég hef fundið mitt sanna ÉG”…!!! Vitið þið hvar maður finnur það?

Annars er bara helgi… nenni ekki að vinna frekar en venjulega… nei nei nenni því svo sem alveg… bara ekki þær deildir í boði sem ég vill vera á.
Svo að tíminn verður notaður í lestur um “ledelse og organisation”, eins litla tiltekt og hægt er að komast upp með og handbolta í Ulkeböl sem þýðir líka tímavarsla.

Þetta var semsagt sálrænabloggið…

Over and out

4 Responses to “bloggað í gærkvöldi en komst ekki inn til „putta“ út…

  • Dísa
    18 ár ago

    Gangi þér vel Dagný mín að kynnast sjálfri þér.
    Skemmtilega lensning eins og ávalt.
    Knús Dísa

  • Guðbjörg Valdórs
    18 ár ago

    Æji, þú ert svo skemmtileg og svo gaman að lesa bloggið þitt 🙂 Þvílíkt hugmyndarflug..hehe.
    En hvernig fer fyrir þér í kvöld þegar að DANIR og ÍSLENDINGAR keppa.. með hverjum heldur þú?? hí hí.
    Knús yfir til ykkar 🙂

  • Hafdís
    18 ár ago

    He he ég ætla nú að vona það að þú munir hvaðan þú kemur Dagný mín 😉

  • ég sjálf
    18 ár ago

    Bubba, ég hélt með íslandi…
    Dísa og Hafdís, þar kom e-ð af mínu sanna ég´i fram…

    En núna held ég með Danmörku… það er líka hluti af mínu sanna ég´i… hlýtur að vera…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *