Það mest óvænta í langan tíma… Sessa þó! ;)
Á sumum dögum er bara ótrúlega skemmtilegt að vakna! Í dag, kl ca. 14.50 kom ég inn í eldhús, nývöknuð og minna fersk og ætlaði að drífa í mig smá mat áður en ég færi í tannsatékk og í boxtíma. Þá sá ég brúnt feitt umslag liggja á borðinu og sá að það var stílað á mig og frá Íslandi… og það sem meira var, á græna tollmiðanum voru 2 handskrifuð orð með handskrift sem ég þekki svo ótrúlega vel. Og krossað við gjöf.
Áður en ég held áfram, þá verð ég að segja ykkur að ég elska að fá pakka. Það er eiginlega það besta sem Guð hefur skapað. Spenningurinn við að opna er ólýsanlegur og að vita það að einhver hafi haft fyrir því að útbúa gjöf handa MÉR og senda hana til MÍN og ekki minnst að hugsa til MÍN, finnst mér alltaf yndisleg tilfinning og gerir mig glaða.
Málið er bara að ég fæ mjög sjaldan pakka og sendi jafnsjaldan pakka. Ætti að gera það mikið oftar.
En í dag, þegar ég snarþekkti skiftina á tollmiðanum og þurfti ekki að snúa pakkanum við til að sjá sendandann, hugsaði ég með mér… „what the fuck!“ og spenningurinn varð gífurlegur. Og gleðin yfir innihaldinu átti sér engin takmörk.
Ég fékk skal ég segja ykkur tvennt heimagert matarkyns og tvennt keypt (íslenskt) matarkyns. Og nú missið þið ykkur í forvitninni… veit það! Ok, skal uppljóstra hvað ég fékk… ég fékk hrútaberjasultu, blóðbergste, rabbarakaramellu og nóa síríus með hnetum og rúsinum. Já og bréf! Og ég elska þetta svo mikið! Þetta er það besta sem ég fæ… heimagert og íslenskt!
Aldís sagði: „hey, má ég fá súkkulaði?“
Ég: „nei, þetta er með hnetum og rúsínum og því fullorðins… þér finnst þetta vont“
Aldís: „öhhh þetta er íslenskt og það er ekki hægt að vera vont.
Ég gleymi að 18 ára barnið er ekki barn lengur og ég elska hvað þessi elska er íslensk. Nóasúkkulaðið er búið. Rabbabarakaramellan er líka búin. Hlaupið er himnesk og teið verður smakkað við fyrsta tækifæri. Á þriðjudagskvöldi í september eru jólin hjá okkur.
Elsku æsku og núverandi vinkona, ég elska þig líka <3 TAKKKKKKKKKKKKKKKKK