VM

Mikið ofboðslega var landsliðið okkar fallegt í gærkvöldi… og að vinna Normenn var bara frábært.
Hitt landsliðið okkar gerði líka kanon hluti… að taka frakkana svona í rassgatið…mmm æðislegt.

Annars var bróðir minn bara að drulla yfir mig á sínu bloggi… finnst e-ð óeðlilegt að ég viti ekki hvorn fótinn ég eigi að stíga þegar IS og DK keppa í handbolta… Ok IS er mitt land og auðvtað finnst mér frábært þegar vel gengur… (loksins). En DK er líka mitt land og þar þekki ég næstum alla í liðinu… þeas nafn, aldur, hæð og kíló. Og finnst ótrúlega margir ótrulega fallegir og sjarmerandi.
Get nú ekki sagt það sama um föðurlandana mína… nema einn og einn. Þannig að ég held með 2 liðum í einum leik… cool!!! vildi ég að ég gæti horft á leikinn ís-f. Er ekki að geta það á netinu.

Í dag í skólanum spurði bekkjarfélaginn minn mig að því í miðjum tíma afhverju kindur skryppu ekki saman þegar þær blotnuðu???

Ég nátturulega lamaðist úr hlátri… svipað og í messum í Eiðakirkju í denn.

Síðan fóru Mark og ég til Harrislee að sækja bækur og það var bara totally fyndin ferð… áfram svipaðir kvalitits brandarar og ”gul bil” leikurinn leikinn báðar leiðar. Fæ örugglega marblett á öxl. Sáum líka eskimóa vegna þess að það var 32 st frost. Elska svona daga þar sem maður hlær stanslaust í marga klukkutíma.

Afmælið… úff … afhverju geta ekki allir alltaf verið tilbúnir að koma þegar okkur hentar… þessi dagsetning 2/3 passar ílla fyrir nokkur mjög mikilvæg pör… kannski frestum við þessu til 10/3… ef engin á íslandi er búinn að panta… bara stopp á allt pant þangar til annað kemur í ljós.

Over and out

5 Responses to “VM

  • Heba Maren
    18 ár ago

    úff djöf ertu erfið með þetta afmæli.. það er eins gott að marr ætlaði ekki að koma ykkur og óvart og búin að pannta 2/3.. isssssss

  • Hafdís
    18 ár ago

    Ég get ekki verið sammála þér Dagný með leikinn Danmörk-Noregur, Mér fannst norðmenn eiga það svo skilið að vinna (fallegir eða minna fallegir) enda sýndu þeir mun betri leik í heildina og þvílíkan baráttuvilja. Mér finnst innihald danska liðsins meira og minna vælukjóar. Fyrir utan það þá fer þjálfari dana ógeð í taugarnar á mér og ég fæ þvíkíkt kikk út úr þvi að sjá hann tapa!!
    En ég er sammála með leikinn Ísland-Frakkland, ég hefði svo viljað sjá hann og fúlt að það bjóðist ekki á netinu….hefði meira að segja verið til í að sjá hann eftir á!!
    Kveðja Hafdís.

  • Held Hafdís að við myndum líka grípa fyrir andlitið ef við fengum norska táfýlu ítrekað framan í okkur… 😉 nei verð að viðurkenna að Finnur var alltaf að þvælast fyrir mér svo ég sá ekki „leikstílinn“. En það er samt frábært að danir skyldu vinna ikk? hvernigf sem þeir fóru að því… hvar býrðu eiginlega Hafdís mín?

    Og Ulrik… þar er e-ð líf… finnst hann æðislegur eins og Jan P. Gefa báðir liðunum og leikjunum mikið líf.
    E-ð annað en þessi íslenski sem við sáum um daginn sem sagði bara: „ok strákar hmmm ok. 🙂

    En við hljótum nú að vera sammála um að það sé algjör synd að senda Spelleberg heim… þvílíkt augnakonfekt…

    Og takk kærlega fyrir að innleiða diskussion… like it 😉

    Heba… komdu okkur á óvart 😉

  • Heba Maren
    18 ár ago

    já drullaði þér þá að ákv dags svo marr geti ákv hvað marr ætlar að gera 😉

  • elskan mín… erum loksins buin að fokkast til að finna dagsetn… 23/2. Ætliði kannski bara að koma???? 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *