Væntanleg heimsókn frá Wales…
Aldís, frumburðurinn, fór með vinkonu sinni til Wales í sumar. Þetta var svokölluð strákaferð. Vinkonan á weilsískan kærasta og Aldís fór til að tjekka á vinum hans.
Nú er svo í pottið búið að kærasti vinkonunnar og vinur hans sem er orðin góður vinur Aldísar, ætla að koma í haustfríinu. My god!
Það er nógu slæmt þegar kærastarnir eru útlendingar (danskir), hvað þá þegar þeir eru orðnir meiri útlendingar… My god!
Allavega… við erum með plan. Kærasti vinkonunnar er búin að sannfæra Aldísar gaur um að Svalas sé með tourette. Svala byrjaði að æfa sig í kvöldmatartímanum… Aldís varð brjáluð. Til að krydda söguna og til að gera hana trúverðugari, ákváðum við að Svala hefði erft tourette frá okkur. Og að við Fúsi hefðum kynnst í tourettefélaginu í Fellabæ hér í denn. En núna værum við stabíl og vel lyfjuð og þessvegna róleg. Við ætlum að búa til lyfjabox og týna upp í okkur ca. 10 pillur kvölds og morgna á meðan weilsarinn er hjá okkur. Aldís fór alveg á háa céið við þessa planleggingu og augun urðu að undirskálum…
Ekki veit ég hvernig henni dettur í hug að við látum þessa brilliant hugmynd verða að veruleika… Aldrei færum við að haga okkur eins og vitleysingar á meðan hún er með heimsókn frá Wales… þótt hann sé svona mikill útlendingur. Reyndar er þetta ekkert miðað við þegar tamílinn elti hana upp í herbergið hennar hérna um árið. En hann stoppaði stutt við eftir að við Svala fórum að herbergishurðinni hennar Aldísar til að kalla á þau í mat, slógum saman pottlokum og kölluðum hátt: „das essen ist fertig“…
Henni var ekki hlátur í huga þá. En þakkar mér í dag.
Annars átti ég hreinlega geggjaðan seinnipart. Kom heim úr vinnunni, setti Rás2-Rokkland á og chillaði (slappaði af og var cool). Í Rokklandi spilaði Ólafur Páll, Pálma Gunn og Mark Lanegan sem hentaði mér svakalega vel á þessum sunnudagsseinniparti. Veðurfréttirnar sögðu frá aftakaveðri á Íslandi, með vindhviðum um og yfir 60m/sek og ég lifði mig inní veðrið með að skoða flottar íslenskar veðurmyndir á instagram. Það er e-ð svo ólýsanlega heillandi íslenska veðrið þegar það er sem verst!
Vildég væri veðurteppt einhversstaðar akkúrat núna!
Þeir á RUV enduðu fréttatímann á að sýna hvítan fjallahringin í kringum Reykjavík… myndi henta fínt að vera bara veðurteppt þar.