ég er hryssa…

Svalan mín er algjör sjónvarpsstjarna þessa dagana (jújú ásamt fleirum úr SFO (fríddaranum))… kom í tvsyd um daginn, reyndar alveg heilmikið!
Kom svo heim daginn eftir með vinkonu sína (sem líka hafði verið mikið í tv-inu) og þær voru svo stolltar… þær voru sko “tv-star”… og þegar heim var komið fór Svala að matreiða… sem er reyndar daglegur viðburður… en hún steikti egg og brauð… og vinkonunni finnst þær ekki bara tv-star… heldur er Svala “verdens sejeste kok” (heimsins coolasti kokkur) og aðeins 9 ára gömul…
Um síðustu helgi krafðist kokkurinn að fá sjá um eldamennskuna á laugardagskvöldið plús innkaup.
Það gerði hún… alveg alein ein… það var dekkað veislulega á borð og engin mátti koma inn í eldhús. Svo voru steiktu eggin og brauðin borin á borð… en það var ekki allt… það var líka desert. Þrennskonar ís með jarðaberjum og sósu og heitu heimalöguðu kakói.
Okkur finnst hún nátturulega snilli… en erum að verða svoldið leið á brælunni sem kemur af eggjunum… (þar sem þetta er oft morgunmatur og eftirskólamatur) Aldís tekur heiðurinn á sig… þar sem hún kenndi henni þetta!!!

Ég fór í litun í fyrradag…
Ef mamma sæji mig núna myndi hún segja: “nei elskan, ertu orðin jörp”… hún verður í skýjunum þegar hún sér myndir. Einhverjar leyfar af hestakarriernum í hárinu á mér núna… En ekki misskilja mig… ég er sátt!

Svo vantar mig nokkrar þýðingar eða útskýringar…
Hvað er Geðhæð?
Hvað er gopi (eða gobi)? T.d. kjólgopi?
Hvað er gáttatif?
Og er sturlun það sama og psykose?

Ef ég einhverntímann flyt til íslands… fer ég öruggelga bara í skúringar… skil ekki alltaf þetta tungumál.
Er þetta annars bara e-ð sem allir vita nema ég…? man ekki eftir þessu þegar ég bjó á íslandi.
Lærði líka nýtt orð fyrir 2 árum… óáttaður… finnst það svo sniðugt!!!

En það er líka notað böns af dönskum orðum… sem bjargar mér kannski… heheh nema bara fyndið að heyra framburðinn…
Eins og Bækken verður BEKKEN…
Rollator verður RÚLLATOR…
Dement verður DEMENT… (ok veit ad það r ekki dansk orð…)
Samt er RÚLLATOR lang fyndnast… fattaði ekki fyrst hvað var verið að tala um… en sorry… ykkur sem eruð ekkert ofur sleip í dönskunni fynnst þetta líklega ekkert fyndið!

Og til hamingju með daginn allir ógeðslega sætu íslensku karlmenn!!! líka hinir… til hamingju 🙂

Jæja hætt að rigna… kannski ég komist í skólann að skila supp. litt.!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *