Vissuði að Dolph þolir alls ekki pylsur!!!

Nú er ég búin að gera rosalega margt í fyrsta skipti á þessu ári og samt bara 5. jan.
T.d. búin að borða allskonar máltíðir, sofa á nóttu og degi, hjóla, keyra, versla, læra undir próf, borða svoldið mikið nammi, fara í blóðaftöppun og fara í fyrsta prófið 2006. Held að það hafi gengið, þrátt fyrir algjört kæruleysi í próflestri.

Það sem stendur upp úr á árinu 2005 er….
• Einkunnirnar minar eftir 1.önn
• Labbitúr upp að Fardagafossi með prinsessunum mínum á afmælisdeginum mínum.
• Skírn Viktors Nóa
• Ferðalögin til Svíþjóðar og ferðalagið til Bornholm.
• Man ekki meira

Mín obinberlegu áramótaheit eru….
• Að vera í betra formi fyrir neðan háls eftir eitt ár, og það framkvæmist með aukinni hreyfingu (hjólreiðar), auknu kynlífi (styrkir allt) og hollara mataræði.
• Að takmarka reykingar verulega
• Að forgangsraða hlutunum með góðri samvisku… ég sjálf og fjölskyldan í fyrsta sæti ALLTAF, vinir og margt fleira fylgir fast á eftir og ryk og drulla í síðasta sæti.
• Man ekki meira

Þegar ég var að læra undir síðasta próf og ryklóin umlukti kalda fætur mínar undir borðstofuborðinu, sá ég að lóin hefur sinn stórkostlega kost… hún er svo hlý og fyrirbyggir því varnakerfi líkamans í að verða máttlaust (svagt) og hleypa inn kvefi eða blöðrubólgu.

Í dag er ég bara búin að vera heima og hlusta á gamla karla. Mér finnst þeir alltaf æðislegastir. Bono, Billy Joel, Peter Belli, Elton John, Cohen ofl.

Í dag er ég líka búin að baka köku, sem inniheldur döðlur og samt finnst mér döðlur ógeðslegar og samt er kakan handa mér. Þegar ég var ung bakaði ég oft þessa köku en hún hefur legið í dvala í ca. 6 ár. Ég ætla að borða hana seinna.

Í dag er ég búin að hanga of mikið í tölvunni, bæði tilgangslaust og með tilgangi. M.a. planlegning af sumarfríi 2006. Það má bara ekki klikka.

Og svo er fullt af fólki ólétt á Íslandi. Allir e-ð að nuddast.

Kveðjur úr ískulda hér í Sönderborg

3 Responses to “Vissuði að Dolph þolir alls ekki pylsur!!!

  • Gott að hafa skipulag á þessu öllu saman.. en hvernig er svo sumarfríisplanið??? Ísland, suður á bóginn eða hvað???
    Sí jú sún, Begga

  • Alltaf gaman að lesa pistlana þína Dagný mín…Sjáumst svo hress á morgunn..
    knus
    Dísa

  • takk fyrir kvittid, sumarfrísplanid liggur nordur og adeins austur á bogin.
    sjáumst á morgun

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *