Leiðrétting á sjálfri mér…
Mig langar sjúklega að leiðrétta ýmsa hluti til að tapa ekki coolinu skiljiði.
Mér myndi aldrei nokkurntíma detta í hug að fara þrífa flugnaklessur af bílnum mínum með STÁLULL… ég var bara að grínast!!!
Ég náði hverri og einni einustu flugnaklessu af…
Vinnufélaga mín hoppaði hæð sína á mánudaginn og sagðist vera að fara á tónleika með Rod Stewart á fimmtudaginn… og lít síðan á mig og spurði: „veistu hver Rod Stewart er?“
Öhhh hver veit ekki hver Rod Stewart er??? Þegar ég var 5 ára, var hestur heima skýrður Rod Stewart… hann var reyndar slægur, ílla byggður og frekar geðfatlaður en það er önnur saga.
Síðan vil ég enn og aftur minna á að það er ekki keyptur bjór á mínu heimili því ég drekk ekki bjór… bjórinn á heimilinu rennur út og endar á haugunum. Hef samt auglýst bjórdrykkju grimt á facebook (fb), instagram (IG) og snapchat (sc) undanfarnar vikur.
Þetta er alveg nýtt… hef verið að laumudrekka bjór á útidjammi… t.d. á tónleikum og utandyraríþróttakeppnum (eða keppni). Verð samt ekki ofurölvi…
Kannist þið sem búið á vesturlöndunum við það, þegar maður pantar einhversskonar austurlenskan mat og biður um extra sterkt? Og svo fær maður matinn og hann er ekki Jack sterkur… afþví að asíubúarnir telja fölt fólk eins og mig ekki þola sterkan mat og setja bara 2 korn af sterku og halda að maður fari í útskiljunarkast útaf þessum 2 kornum…?
Klikkið á myndina til að sjá viðbrögð fölna mannsins við sterka matnum.
Ég var á stað áðan þar sem engin kvöldmatur var og greip því kebab með heim… vildi extra mikið chili í það en af fenginni reynslu, fæ ég alltaf bara 2 korn. Þessvegna kallaði ég yfir afgreiðsluborðið: „meira, meira, svona stráðu almennilega úr stauknum strákur“ Og hann gerði það… hamaðist sveittari en sveittur laukur á stauknum og kebabbið litaðist hratt og örugglega fagur rautt.
Þegar ég svo borðaði kebabbið heima, leit ég ca. svona út… klikkið á myndina.
Og nei, ég er ekki að grínast, giftingarhringurinn er undir hitaboxi undir sætinu á bílnum og ekki nema fyrir bíafraputta að ná honum… hann er búin að vera þar í 3 mánuði, en við reddum þessu…