Róðrakeppnin…
Á laugardaginn var róðrarkeppnin mikla… dagurinn byrjaði fyrir kl. 10, semsagt næstum seint um nótt á laugardagi. Við mættum sjúklega ferskar íklæddar búningunum okkar sem Frös sponsoreraði.
Þetta eru hjúkkurnar frá Dagkirurgisk (deild sem gerir aðgerðir og sendir heim samdægurs) og svo ég og ein önnur frá gjörgæslunni.
Við byrjuðum sæmilega og síðan kom hann Sigfús minn til að horfa á… ég sagði: „hey, mundu að taka mynd…“
Sigfús: „ha, já“
Hann tók mynd… en ekki af mínum skipi… heldur hinu skipinu… ég er semsagt ekki á þessari mynd!
Þessa mynd tók Ágústa vinkona mín… veit ekki alveg hvaða umferð þetta var, en vill bara benda á hversu rosalega góða tækni við erum með þarna. Ég er nr. 4, beint fyrir framan stýrimanninn sem hallar sér makindalega aftur og nýtur lífsins. Í annarri umferð urðum við nr. 1 og réðum okkur ekki fyrir fögnuði enda komumst við í undanúrslit.
Um kvöldið var svo róarahátíð með mat og lifandi tónlist.
Jesús Pétur, ekki veit ég hvað er að gerast með mig og bjór… en við virðumst vera eitt þessa dagana. Og ég sem aldrei drekk bjór! Hvað þá svona sullbjór.
Ég ætla svo að fara fram á við stjórn deildarinnar sem ég vinn á, að fá alltaf að vera í fríi á mánudögum… og kannski líka þriðjudögum. Annað er bara brot á mannréttindum! Var að chilla á vöknun í dag og gerði því ekkert annað en að vekja fólk… akkúrat á degi þar sem mig langaði sjálfri til að sofa.
(Þessi mynd er reyndar mjög gömul en samt svo viðeigandi… á mánudögum)