á sjó…
Nú fór ég alveg með það… ég kláraði á mér kroppinn! 3 dagar í röð í ýkt erfiðri íþróttaiðkun er bara of mikið fyrir venjulega manneskju á mínum aldri. Boxtími á þriðjudaginn, ég dó! Hlaup + tröppuhlaup í gær, ég dó! Og róður í kvöld… ég dó! Líkaminn er gjörsamlega í henglum… mér er íllt allsstaðar og þá meina ég ALLSSTAÐAR (nema í höfðinu). Ég á svo skilið að borða helling!
Var ég annars búin að segja ykkur frá róðrinum sem ég kom mér í? Hef aldrei á ævinni róið áður nema í kajak og sagði „já“ þegar ég var spurð hvort ég vildi vera með í fyrirtækjakappróðri. Við fáum 3 æfingar og svo er keppni með 75 bátum 7. sept. Þetta er svona trébátur, frekar mjór, millibrúnn og langur með 4 árum. Við erum 4 róarar og einn stýrimaður. Fékk að vita að róarabyrjendur eru kallaðir kanínur… það er víst inní alþjóðlegu róðramáli. Ef stýrimaðurinn kallar mig kanínu einu sinni, þá verður ekkert fyrirtækjaróðramót! Við róararnir snúum baki í áttina sem við róum í. Og sitjum á zik zak. Og hver róari er bara með eina ár. Það er keppt í þessu á Olympíuleikunum svo þetta er alvöru. Við erum númeruð… ég er nr. 4 og það þýðir að ég er mjög mikilvægur róari því ég stjórna taktinum og þarf að vera svöl í öllum aðstæðum. Ég var spurð hvort ég vildi taka það að mér? Því ég virkaði svo róleg? (Meðróararnir þekkja mig ekki því þær eru á göngudeildinni og halda því að ég sé róleg… eða ok, ég er alveg róleg). Það var ekkert útskýrt fyrir mér hvað þýddi að vera nr. 4. En ég sagði bara „já“ án þess að hafa hugmynd um hverju ég segði já við. Geri það mjög oft og það virkar fínt.
Ég er allavega nr. 4 og stýrimaðurinn segir að það sé erfiðast. Síðasta æfingin fyrir keppnina miklu var í kvöld. Ég get hreinlega ekki beðið eftir 7. sept. Og þetta er þrælgaman… svona frelsandi tilfinning. Ég hefði átt að verða sjómaður eða skútusiglingarmaður.
En allavega, er alveg komin með upp í kok af íþróttum í bili… ætla ekki að hreyfa mig neitt að ráði fyrr en fyrsta lagi í næstu viku!!!
Á morgun erum við menningarvinirnir að fara á tónleika. Sigfús minn er dregin með. Hann vill alls ekki fara á tónleika með Thomas Helmig… segir að hann sé „boooring“. En það sem hann Sigfús minn ekki veit er að ég keypti miða handa honum af systir vinkonu minnar… og plássin eru númeruð. Það þýðir að Sigfús minn þarf að vera við hliðina á vinkonu minni sem er guðdómlega falleg og rétt um 30tugt. Ég verð við hliðina á menningarvinunum. Hann Sigfús minn á eftir að fíla þessa tónleika…
Mér finnst Thomas fínn… svona týpískur dani sem hefur búið á Spáni.
P.s. kærar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar 2. ágúst… þær voru mér mikils virði!