5. í jólum

Frk. Honda komin með nýjan geymi… gott því þá er ég laus við vandræðaleg augnablik, en líka mega slæmt því þá get ég ekki hringt efter Falck… síðast fékk ég nefnilega 2 æðislega til að hjálpa mér…

Ég er totally búin að afsanna allt þetta rugl um át, hreyfingarleysi og aukakíló…
Búin að liggja í næstum 5 daga… troða í mig kjöti (líkar ekki hangikjöt í dag…) borða brauð, nammi og át mánaðarskammt af tertum á 5 mínutum… og hef enn ekki endurheimt kílóin mín 3 sem verkefnið mitt stal af mér…
Koma líklega aftur þegar ég fer að hjóla!

Það er þokkaleg nýtni á skautunum hjá stelpunum… búnar að fara alla daga síðan á jóladag…

Samviskubitið er að troða sér inn hjá mér… reyni að herpa saman öll göt til að varna því inngöngu. Gengur ílla þar sem það er svo loftkennt. Hmm er nefnilega ekki byrjuð að lesa fyrir fyrra prófið…

Nágrannar Hans og Grete voru að pilla jólaskrautið niður hjá sér í dag… ég stakk varlega upp á því við stelpurnar hvort við ættum ekki bara að gera það sama… ??? Ó nei… fyrst þegar síðasti karlfauskurinn er farinn heim til sín í Dyrfjöllin eða Snæfellið já eða Gagnheiðina… hef aldrei verið með það á hreinu hvað þeir búa. Svalan mín sagðist vera íslensk… hmmm það er gott hjá þessum blessuðum börnum að nota það… og segjast svo búa í DK þegar það passar betur… eins og þegar “skó”hefðinni var mótmælt harkalega… vildu heldur fá “kalander”gjafir (því þær eru jú 24).
En ég “superkvinden Carla” vil gjarnan fjarlæga sem mest jólaskraut sem fyrst. Myndi líklega ekki meika amerísku skreytingarnar á Íslandi… greinilega orðin þónokkuð aðlöguð að þessu leyti… elska bara nett lítið af glærum perum… og kertaljós.

já og vitið hverjir eiga ekki að syngja jólalög…? það veit ég… The Beatles, Bruce Springsteen og Brooklyn 5… e-ð sem kemur gubbinu upp í háls!!!

Ég er svona að íhuga hvort ég hafi étið mig innan í áramótakjólinn… hvort ég passi í hann… ef svo er, þarf ég að leggjast í saumaskap og breyta… Gengur ekki að vera í kjól frá 1960 óbreyttum… svipað og að vera á Landcruiser eða Patrol óbreyttum. Spurning hvort ég eigi bara ekki að blanda mér irish og sauma í nótt… gæti testað hann á Penny rétt fyrir lokun…!

Getið þið sagt mér muninn á að koma heim úr bænum kl. 0500 eða koma inn í herbergi úr tölvunni kl: 0500??? Sé engann mun… nema sá/sú sem kemur úr bænum er mikið frískari og er til í allt. Sá sem kemur úr tölvunni er bara myglaður.

Ætla að kíkja á kjólinn…
Over and out

4 Responses to “5. í jólum

  • Auðvitað segir maður það sem hentar hverju sinni, auðvitað vill maður frekar 24 gjafir heldur en að fá bara 13 ;o) klókar skvísurnar.
    Eruð þið ekki álíka spræk eftir svona næturbrölt Dagný? heheheh…
    Hafið það gott, sjáumst nú örugglega á gamlárskvöld, er það ekki?
    Knús, Begga

  • ætli þú sért þá að testa kjólinn núna og læðist svo inn í rúm og vekur manninn með fjöri og látum meðan ég heng í tölvunni og skríð svo uppí um svipað leyti… já hreint út sagt alveg mygluð? he he gott blogg – eins og alltaf!

  • Dísa
    18 ár ago

    Ég er viss um að kjóllinn er mega flottur á þér….. Hlakka mikið til að eyða með ykkur áramótunum.
    Knús
    Dísa

  • Hafdís
    18 ár ago

    Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda og takk fyrir það gamla.
    Nýárskveja,
    Hafdís og fj.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *