Bókmenntunum skipt út…
Fyrsti vinnudagurinn fyrir alvöru í nýju stöðunni var í dag… oh my god!
Nemarnir okkar eru óvænt með gáfur á við stjarneðlisfræðinga svo þessar bækur fara í hvíld.
Og ég er að byrja að panik-lesa… því ég er engin fíll og búin að gleyma langflestu sem ég sat og lærði klukkutímum, dögum og vikum saman í Fredericia fyrir 2 árum síðan.
Ætla að renna yfir þessar bækur áður en ég fer að sofa…
Vaskur hætti að horfa á kúrekamyndina og vill lesa með mér… honum finnst hestarnir í kúrekamyndunum skemmtilegastir. Hugsa að hann sé svolítill hestahundur.
Við Vaskur erum samt sammála um að það sé ok að flytja eina bók úr skemmtibókmenntastaflanum yfir í fagbókmenntastaflann.
En áður en ég hellti mér í panik-lesturinn þá bakaði ég eplapie. Eplatíminn er hafin og týndi Aldís 5 epli fyrir kvöldmatinn sem voru notuð í pieið.
Ég steingleymdi hvaða dagur var í dag í vinnunni og hélt að ég ætti frí á fimmtudaginn en að það væri þriðjudagur og fannst ekkert athugavert við að ég ætti frí á morgun. Já og bara svo að þið gerið ykkur grein fyrir hversu góður semjari ég get verið, þá neitaði ég að koma á staffa fund í gærkvöldi nema fá einn frídag í vikunni í staðin. Ég fékk það. Enda bara sanngjarnt… hver í öllum heiminum nennir að vera á næturvaktahelgi og halda svo bara áfram á dagvöktum út alla vikuna án frídags?
Það er fimmtudagur á morgun og frídagurinn minn. Frekar heilagur dagur. Þessvegna bjó ég til eplapie í kvöld… til að halda upp á frídaginn á morgun, og til að verðlauna sjálfa mig fyrir að ætla að lesa e-ð gáfulegt til tilbreytingar.
það eru engin mörk, engar hömlur, engin höft í mínum heila. Ég fékk mér tvisvar og er núna bara á blístrinu og mjög íllt í maganum. Líður svona svipað í maganum og þegar ég var búin að skorða mig í skjól ásamt Sigrúnu utan á Þverfellshornið á Esjunni í sumar og drakk yfir mig af kókómjólk!
Núna er ég alltof södd og sybbin til að lesa… les á morgun eða á sunnudaginn.
P.s. nennir einhver að fara í stóladans með ca 15 manns og taka tímann fyrir mig?