G-U.S.

Var að fá boðsbéf í fyrirbyggjandi lífmóðurshálskrabbameinsskoðun… hmm hljómar e-ð skrítið… en svosem ekkert að því… verð reyndar alltaf svakalega glöð þegar ég fæ svona bréf. Finnst ég vera gera e-ð svakalega gott fyrri sjálfa mig. Verð líka glöð þegar ég fæ boðsbréf frá blóðbankanum, finnst ég vera gera e-ð gott fyrir aðra. Semsagt 2föld gleði fyrir nokkrum dögum.

En svona fyrirbyggjandi krabbameinsskoðun (mikið auðveldara bara “g-u.s.” (g-skoðun)) vekur alltaf upp allskonar hugsanir.
t.d.:
á maður vera í sokkunum eða fara úr þeim… tilgangurinn með að fara úr þeim er engin, en hvað er meira unsexy en nakin kona í sokkum? Þarf maður að vera sexy í g-u.s.?

hvort ég eigi að vera “au naturel” eða spegilslétt með hættu á skeggpest þarna niðri? Hvað vilja doktorarnir? Afhverju kommentare þeir aldrei neitt… gætu alveg sagt t.d. mmm hvað þú lítur vel út í dag… ok, þá vissi ég allavega að ég ætti að vera svona næst… Reyndar myndi Dr. Shaumborg kommentera e-ð jákvætt… hann vill bara ekki gera g-u.s.. segist ekki vilja sjá mig alveg nakta… hann lætur sér nægja að “gramsa” á mér í nærfötunum (hans eigin orð). Ok nú haldiði að hann sé ógeð… en ónei… hann er mitt uppáhald!!!

Og hver hannaði rýmið?
Dr.: farðu úr fötunum og leggðu þau þarna á stólinn…
Ég: ok
Ég hugsa: OMG hvað er langt frá stólnum að bekknum…. hvernig göngulag á ég að nota… á ég að spenna allt svo ekkert hristist á leiðinni…? (svoldið kjánalegt), ætti ég að nota model labb..? hmmm ekki ef Doktorinn er kona… langar nátturúlega að hlaupa… en það er líklega kjánalegast…

Dr.: leggstu á bekkinn…
Ég: ok
Ég hugsa: og afhverju er bekkurinn við hliðina á glugganum… og glugginn opin…? mjög mikil hætta á að dýru doktors gluggatjöldin fjúki frá að mínu mati…

(týpisk spurning)
Dr.: já og ég gleymdi að segja þér að ég með 2 læknanema með mér… þér er alveg sama er það ekki??? Þú þekkir það sjálf að vera nemi… ikk?
Ég.: jú mér er nákvæmlega sama… bara ef þeir fara út á meðan ég ferðast á milli bekkjarins og fatastólsins.
(lennti svo í því eftir síðustu G-u.s. að hitta læknanemann í jónsmessupartýi útí sveit… æði….!!!)

En Hata mest þessi ca 12 skref á milli… og finnst ég eiga fyllilega skilið að fá tyggjó á eftir. Eins og börnin.

En yfir í allt annað…
Julefroskost í kvöld… var nú búin að plana huglega að leyfa mér að verða rosa skrautleg… finnst ég reyndar eiga það skilið… er komin með svo upp í kok af þessari pressu. En í augnablikinu orka ég ekki e-ð svakalegt fram eftir nóttu…. spurði reyndar blóbankakonuna hvort það væri alltí lagi að hafa svoldið hátt promill í blóðinu… (er sko að fara í töppun á morgun) og hún hló bara… sagði að ég yrði að vera ökufær… kommon Fúsi er alltaf sóttur í TAXA.

Jólakortin til íslands eru ekki enn farin… sorry… fara á eftir…
Allavega flest… vona að ég nái öllu…. verð reyndar að viðurkenna að e-ð var skorið niður, náði bara ekki meiru… SORRRYYY hugsa til ykkar allra í staðin.
Ein pakkasendingin er ekki enn farin… reyndar er það bra innanlands… ætti að reddast.
Enn ekki komin í jólaskap… sama og ekkert skreytt hjá okkur og á enn eftir að kaupa gjafir og fleira. Hvenær eru þessi jól annars???

Jæja… líklega síðasta bloggið fyrir jól… þar sem það var ætlunin að skrifa “jólablogg” á íslensku með engu kjallara og kynlífsinnihaldi… heldur ekki djammi og mínum meiningum sem geta sært aðra. Bara ofursætt jólablogg… svona týpísk húsmóðursblogg… eða what ever.
Over and out

p.s. veit ég er alltaf að tala um að ég sé að verða veik…. er altlaf að verða veik… en verð ekkert veik… verðörugglega dauðveik um jólin… þegar slakknar á öllu. fuck

3 Responses to “G-U.S.

  • Dísa
    18 ár ago

    Jólaknús til ykkar allra frá okkur….Sjáumst svo hress um jólin og áramótin.
    Knús
    Dísa og co.

  • Sessa,Kristrún og Magni
    18 ár ago

    Gleðileg jól til ykkar, ég skrifa ykkur við tækifærið og útskýri jólabréfaleysið. Hafið það rosa gott.
    kveðja Sessa og co

  • Gleðilega hátíð ágæta fólk!
    Hér var suðað og suðað um að fá að leika við Svölu og Svala á aðfangadag!! ( og taldi unga dóttir mín að hún væri hér að nefna TVÆR stúlkur!)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *