Jólaferðalagið 2005

Heim erum við komin úr jólaferðalaginu 2005. Öll áætlun gekk upp, svo og tímasetningar. Enginn varð veðurtepptur og aldrei festum við okkur. Aðeins einu sinni ýtt.

Ferðalagið byrjaði (vegna frímiða) á túr í jólativoliið (sem er að verða árviss viðburður) og var rosa gaman, flest opið og ekki eins kalt og í fyrra. Biðraðir stuttar (sem er mjög mikilvægt) og þess vegna hægt að prófa flest á viðunnandi tíma. Gistum að vana í Frederiksberg og tókum þorláksmessu í fyrra lagi. Eyddum löngum tíma yfir morgunmatnum með BT og Börsen ásamt kaffibollanum. Þegar blöðin voru lesin og kaffið drukkið var ekið í skötuna i Herlev. Þar hittum við alla “Ólufjöskyldu” og var það alveg meiriháttar, sjaldan sem það skeður. Náttúrulega frábært að sjá börnin og bara alla. Takk kærlega fyrir okkur Baldur og Gunna og allir.

Þaðan var ekið yfir til Ysted í Svíþjóð þar sem ferjan var tekin yfir á Bornholm. Áætluðum við extra tíma í þeim bæ til að skoða (höfðum heyrt að hann væri svo fallegur), en enduðum inn á McDonalds vegna roks og rigningar. Deginum bjargað með sjónvarpsglápi í ferjunni enda vinsælasti þáttur desember mánaðar á dagskrá… JUL I VALHALL!!! Á Bornholm tók á móti okkur sama rokið og rigningin og fundum við litla þorpið okkar án þess að villast. Vorum nefnilega búin að vera að keyra óþarfa langar leiðir í Köben, bæði til Frederiksberg og í Herlev og líka útur Köben til Svíþjóðar. Allt leiðir sem við erum/vorum orðin frekar klár á.

Aðfangadagur rann upp, restin af fjölskyldunni mætti á svæðið, og jólin voru haldin hátíðleg með fullt af pökkum og endalausum mat. Pakkarnirjá… frekar margir voru teknir með (meðan plássið í skottinu leyfði) en það voru líka frekar margir skildnir efir heima.
Tíminn á Bornholm var nýttur í gönguferðir og skoðunarferðir. Ekki var nú ALLT skoðað enda þurfum við að eiga e-ð eftir þangað til næst. En við keyrðum upp að Hammershus og skoðuðum það allt saman í nýstingskulda en gullfallegu veðri. Stoppuðum svo næstum í hverjum bæ á leiðinni heim. Og týpíska ég varð náttúrulega ofboðslega ástfanginn af þessu öllu saman og ætlaði að flytja í alla bæina… það er nú bráðið af mér núna 😉 Við fórum líka í Paradisabakkene og skoðuðum Rokkestenen. Fengum ofboðslega gott veður þann daginn, milt og kyrrt. Og svo á síðasta deginum á leið í ferjuna komum við við í einni af rundtkirkjunum (Nylarskirke) og urðum við ekki fyir vonbrigðum. Flott kirkja!

En dvölin á Bornholm var frábær í alla staði… fengum öll veður, fallegt landslag, gestrisni að hætti dana og svei mér þá ef ég er ekki orðin svoldið meiri bolla!!!

Haldið var til Svíþjóðar í sól en á móti okkur tók bylur. Hvað er þetta með Ysted og okkur? En upp gáfumst við ekki, bílnum parkerað, farið í helling af fötum og arkað um miðbæinn í slabbi. Fúsa var samt skyndilega órótt og vildi fara heim… hann misskyldi víst e-ð skiltin og túlkaði þau sem aðvörun við varúlfum í göngugötunni. En þá var þetta var bara vöruútskilunarskilti á sænsku Satt var það, bærinn er fallegur og sjarmerandi, og ekki voru “Rea” skiltin óaðlaðandi (útsölur). Gvvöööð hvað mig langaði inn í fullt af búðum… vitandi hvað sænska krónan er hagstæð og því nánast gróði að versla þarna. En veðrið hrakti okkur af stað, ásamt því að gera ráð fyrir að Lilla frænka væri viti sínu fjær af áhyggjum með matinn í pottunum í sumarhúsinu. Við misstum útur okkur að við værum á sumardekkjum og gleymdum að segja að símarnir okkar virka ekki í útlandinu vegna trassaskapar. Lenntum í blindbyl og kófi á leiðinni en það var bara gaman, enda ekki svoleiðis á hverjum degi. Heim í sumarhús komumst við eftir rólega keyrslu og okkar beið þessi dýrindismatur.. hvað annað en flæskesteg með forrétti og öllu. Nóg var af snjónum í svenskalandi og var hann óspart nýttur við leik og kvikindisskap.
Vegna frímiða fórum við í Skånes djurspark og ösluðum þar snjóinn og tjekkuðum á hvernig dýrin hefðu það. Var okkur Fúsa orðið frekar kalt þegar hringnum var lokið en sú minnsta bað bara um ískalt vatn þegar við komum að útganginum. Konan í afgreiðslunni gat nú ekki annað en brosað og rétti henni ískalt vatn. Á heimleið komum við við í Höör, keyptum kleinur og sendum póstkort úr Djurspark og svo var farið í kaupfélagið (ekta stórt kaupfélag eins og í gamla daga) í Hörby og verslað inn fyrir heimferðina daginn eftir. Við erum nefnilega orðin svakalega dugleg að smyrja nesti fyrir svona bílferðir til að spara tíma og pening.

Heimferðardagurinn rann upp, hvítur og enn meira hvítur. Moksnjóaði og spáð byl í allri DK. Vá hvað okkur hlakkaði til! Byrjuðum daginn á að keyra útaf á afleggjaranum (hinir voru líka búnir að keyra útaf og festa sig) en Fúsi fór bara út og ýtti familíunni aftur á réttann stað… ekkert smá sterkur, líklega boxinu að þakka ásamt öðru.

Ferðin lagðist misvel í parið, annað vildi komast heim sem fyrst en hinn aðillinn vildi fara í IKEA í Malmö. Hver haldiði að hafi viljað hvort? Og hver haldiði að hafi ráðið? Jú jú í IKEA fórum við, misstum okkur ekki þrátt fyrir “Rea” og borðuðum hádegismat þar á undir 100dkk. Ódýrt það… meira að segja ódýrara en McDonalds. Enda sáum við fram á að rúgbrauðsmatarnir og franksbrauðsmatarnir myndu ekki endast alla leiðina í þessu veðri og færð.
Áfram héldum við ferðinni, lögðum af stað frá Malmö kl 1530 og vorum komin að Storebælt brúnni ca kl 1930. Semsagt, siluðumst áfram. En þetta lagaðist í kringum Odense og svo alltaf skárra og skárra eftir því sem nær dró til Sönderborgar. Vorum komin heim kl 2200. Gerðum nokkur örstutt vökvalosunarstopp og eina stutta matarpásu, og nutum flugeldasýninga á leiðinni.

Þegar heim var komið, höfðum við eiginlega fengið nóg af byl í bili.

En svona fór um sjóferð þá… eða bílferð eða e-ð…

Við viljum bara þakka öllum sem sendu okkur jólakort kærlega fyrir… og þetta árið held ég að við höfum bara gleymt einum… bæti það upp með heimsókn á næstunni.
Og allir sem sendu okkur pakka, líka kærlegar þakkir, fengum bara góðar gjafir og má segja að þetta hafi verið jól bóka, dvd og peysa. En inn á milli skein í skartgripi, sænska glerlist, útsaumuð rúmföt og fleira.

Eftir 4 daga skellur fyrsta prófið á hjá mér og er það Sygdomslære. Ekkert hefur bókunum verið slitið í fríinu og held ég að tími sé komin á að allavega dusta rykið af… þess vegna ætla ég ekki að blogga meira.

Og nú vil ég bara segja kærlegustu þakkir fyrir gamla árið og megi það nýja verða gleði og gæfuríkt hjá ykkur öllum og líka mér 

Sprengjukveðjur

7 Responses to “Jólaferðalagið 2005

  • Gaman að lesa ferðasöguna og að allir hafi haft það gott á jólunum hjá ykkur… Vopnandi sjáumst við svo eitthvað í kvöld… En svona til öryggis… Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir það gamla….gangi þér svo vel í prófunum…..
    knus..Dísa og co

  • Hæ hæ!!!
    Þetta hafa bara verið sannkölluð ævintýrajól hjá ykkur þetta árið.
    Vona að ég hitti nú eitthvað á ykkur í dag eða kvöld.
    Kær kv. Begga

  • Hæ hæ alltaf fjör hjá ykkur sé ég =) en gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu góðu. Svo er fyrsta verkefni nýja ársins að skipuleggja sumarfríið

    kveðja Sessa og co

  • Gleðilegt ár elskurnar og takk fyrir það gamla. Við verðum svo að vera duglegri að hittast á nýju ári…..
    sjáumst sem fyrst og gangi þér vel í prófunum….´
    Knús Dísa og co.

  • takk fyrir kvittid kæru vinkonur og gledilegt ár sømuleidis.
    knus

  • Gleðilegt ár kæra sös:)

  • Viktor Nói
    19 ár ago

    Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda og takk æðislega fyrir pakkana..
    mamma og pabbi byðja að heilsa..

    kv
    Viktor Nói og einkaritarinn 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *