SJÚKRAHÚSSS

Fékk fyrir nokkrum dögum rukkun frá Sýsluskrifstofunni á Seyðisfirði… 172.452 kr. Frekar feitt svona rétt fyrir jólin hva? En núna er þessi pappírsnepill notaður undir kaffibollann… og alls konar mat… til að taka það mesta. Enda bara miskilningur.
Hafiði tekið eftir því þegar maður hringir í íslenskar stofnanir… hvernig er svarað í símann?
SÝSLUSKRIFSTOFA…. SJÚKRAHÚS… FLUGFÉLAG… ESSO…osv… hringdi einmitt á 4ðungssjúkrahúsið á Nesk í gær… og bara SSJJÚKKRRAHÚSS!!!!
Ok. Hmmm er ég að tala við sjúkling eða hreingerningardömuna, ritara, sendil, lækni eða hjúkku???
Og afhverju ertu svona reið?
Ok ein svaraði SJÚKRAHÚS Laufey… en hver er Laufey?
Sjúklingur eða ritari… fer svo í ergjurnar á mér þegar ég þarf að spyrja fólk hver og hvað það sé…. ég myndi nú bara þokkalega falla á klinikkinni hérna ef ég myndi svara “SYGEHUSSS”. Nei ég verð að segja deildarnafn, stöðu og nafn… og góðan daginn ef nafnið er ekki langt 😉 Eðlilega… bara lágmarkskurteisi. Og tekur ekki langann tíma… en þá veit fólk allavega að það er að tala við þessa deild, einhverskonar nema (í mínu tilfelli oftast) og nafnið mitt. Ef ég einhverntíman fer að vinna á ísl þá þarf ég miklu að breyta…

I morgun var ég ofur þreytt…þreyttari en Svala sem kom inní herbergi kl 06:07 og spurði hvort hún mætti fara í sturtu…. skreið upp í rúm eftir að allir voru farnir og ætlaði að kúra í klukkutíma. Svefnfriðurinn…god…fékk 5 sms og 2svar dinglað á dyrabjölluna… eða kannski dreymdi mig annað skiptið því það var engin. Allt að verða kolcrazy…

Well best að fara að klára Hermeneutikken og analysere Antonovsky upp á nýtt… shit!

Your sincerely

2 Responses to “SJÚKRAHÚSSS

  • Dísa
    18 ár ago

    Alltaf jafn gman að lesa „bullið“ þitt….
    Gangi þér vel með verkefnið…
    Knús Dísa

  • + fyrir DK! – fyrir IS!
    gott í safnið mitt 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *