VW og jólatré

Fjölskyldan er aftur samansöfnuð… fínt nok.
Við Svalan mættum eldsnemma í morgun á Kærvej Stadion og þegar leggja átti í hann til Aabenraa startaði Frk Honda ekki. Hefði nátturulega startað fyrir rest en pabbarnir nenntu nú ekki að bíða eftir því og fannst líka asnalegt að ég væri að keyra ein… Þannig að við keyrðum með einum pabbanum og Herre Swalle sem er algjör töffari. Pabbinn keyrir um á nýjum VW #$%#%&# (hef ekki hugmynd um eftirnafnið þar sem ég er frekar léleg í VW) sem er frekar stór en samt ekki lítill jeppi. Pabbinn keyrði eins og racer gaur… ég var næstum hrædd. Hann er líklega ekki svona eftirsótt photomodel hjá lögreglunni í Vejle eins og ég. Svölu fannst þetta “verdens sejeste bil” (heimsins coolasti bíll), bara útaf einvherjum sölle aukahlutum eins og kaffiborði á aftursætunum og miðjubelti úr loftinu.
Ég spáði bara alla leiðina (líka heim) afhverju fólk kaupir svona bíla þegar það er á annað borð að fjárfesta í nýjum bílum og peningarnir skipta ekki öllu. Bíllinn var hræðilega designaður að utan sem innan. Plús að vera hastur og hávær. Myndi aldrei kaupa svona bíl.
Svala fék sús í magann vegna hraðakstursins… samt má ég aldrei keyra yfir hámarkshraða.

Tókum svo strandleiðina heim vegna veðurs… hehe hljómar eins og það hafi verið blindbylur… ó nei sól og blíða.

Fremmad gerði eitt jafntefli og unnu 2 leiki. Frábær fyrripartur.
Fórum svo að sækja þetta blessaða jólatré í Stevning ásamt hinum úr flokknum. Öll jólatré eins og samt ómögulegt að velja… hversu erfitt getur þetta verið. En sá ekki sögina mína…
Stebbi hamaðist á trénu fyrir mig. Enda gerir Stebbi allt fyrir mig!!!

Aldís skemmti sér svaka vel í sumarhúsinu… fór 3svar í sund og seint að sofa.

Over and out
ds. Sævars

2 Responses to “VW og jólatré

  • Guðbjörg Valdórs
    18 ár ago

    Er ég alveg klikk eða eru aðrar dagsetningar hjá ykkur þarna á Jótlandinu-Als?? 🙂
    En allavega ég kíkti við og hafði gaman af.
    Kveðja frá okkur í Köben.

  • Gott að jólatréð skyldi finnast í gær og ekki verra að danirnir skyldu vinna spánverjana í handboltanum :o) En hvernig er það mætir nokkur í körfuna á morgun þar sem það er handbolti kl. 20:15.
    En hvernig er það, þarftu að fara að leggjast undir Honduna þína fínu og gera við??? Eða bara fara alfarið í það að vera á hjóli? Þú værir nú alveg vís til að gera það bara ;o)
    Hilsen, Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *