Komin aftur… kann ekki að vera ein í fríum… Svalan sofnuð og ég eyrðarlaus…
Ætlaði að pakka inn einni gjöf. Vantaði límband og merkimiða. Og allur pappírinn ljótur. VERÐ að nota límband og líma vel… annars kíkjir fólk í pakkana. Veit það því mamma notar ekki límband og ég veit hvað allir fá.
Ætti kannski að játa svoldið… svoldið annað!!!
Pakkarnir og allt í kringum þá + jólakortin hefur alltaf verið mitt verk. Í ár sé ég bara um að kaupa gjafirnar. Allt hitt sér betri helmingurinn um. Þess vegna eru ekki til merkimiðar og límband. Og engin nöfn á merkimiðunum eru beygð… bara svo þið vitið það… svo að þið farið nú ekki að skjóta á mig hvað ég sé orðin dönsk… ég beygi ennþá.

Sjónvarpsdagskráin er að mygla… ekki einu sinni DR2 að redda manni eins og oft áður. Nenni ekki að horfa á DVD… langar ekki að horfa á neitt. Og netið svo boring… hvernig er það hægt… er bara ekki sörvari. Leiðist… já í alvörunni. Mér leiðist. Og dettur ekki í hug að pæla í verkefninu mínu,,, er í helgarfríi. En leikurinn fór vel… og engin karlmaður að pirrast á skyndilegum háværum hrópum úr sófanum. Getur einhver bent mér á kursus þar sem mökum er kennt að umbera maka sem hafa ekki stjórn á sér þegar e-ð skemmtilegt gerist… já eða e-ð skítt gerist. Vangefin dómari eða e-ð þvíumlíkt. Langar að gefa Fúsa svona kursus í skóinn.
Þoli ekki þegar týpur eins og Lene Thomsen svitna ekki eftir að hafa spilað heilann leik.

Sá stígvél í dag… ætla ekki að segja hvar… því það eru bara tvenn pör eftir í DK í stærð 39. Hrikalega flott. Langar í þau í jólagjöf.
Held bara að það sé búið að kaupa handa mér. Fann alla pakkana í dag…. Hann heldur virkielga að hann geti falið þá fyrir mér. Hehe ónei. En Svala kom að mér og sefur nánast á þeim núna. Þoli ekki þegar það er keypt svona snemma handa mér… þá getur maður ekki breytt óskalistanum… kommon maður skiptir nú um skoðanir.

Já á meðan ég man…

Vil alls ekki:

Wenche CD
David Owe CD
Gjafakort úr A-Z
Út að borða gjafakort í Bistro… hvergi!!!
Pels
dýramunstursnærföt

Nágrannarnir (Hans og AG) eru ekki einu sinni heima til að horfa á… finnst ég vera alein… og Mark USAboy offline á msn… hann getur nefnilega rúmað 100% bull… enda langt í burtu!!!

Bíllinn er svo skítugur að utan… hey vitiði hvað!!! Ég fór 4 sinnum á bílnum í dag… roðnaði í síðasta skiptið… pínlegt… tilhvers eru hjólastígar? Hef ekki hreyft hann svona oft frá heimilinu í mörg ár held ég… og hann sem orðin svo mikið skar… allt að… legurnar að framan, geymirinn eða e-ð og svo e-ð annað. Og skítugur.

Munduð þið telja að Fúsi myndi fatta að það væri búið að opna Toms konfektkassann?
O shitttt hef ekkert gott að borða… langar í Baquette (eða hvrenig sem það er skrifað) en nenni ekki að búa það til núna. Langar í laufabrauð… stelpurnar myndu fatta það…
Svalan bjó til kerti… og líkann að herberginu sínu með draumamublunum. Það kviknaði ekki í og ekkert kertavax útum allt. Elska hana.

Ég dey ef ég fæ Wenche í jólagjöf.

Farin inn í ísskápinn eða annann skáp.

Over and out again.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *