sokkarnir og sölumennskan…

Mér finnst frekar krúttlegt þegar dóttir mín fer í ferðalag og verslar föt handa mömmu sinni óumbeðin. Hversu stórar eru þessar dætur mínar að verða? Þegar hún kom frá Wales á sunnudaginn síðasta, hafði hún gjafir með handa öllum… pabbinn fékk sokkabúnt.

Svölunni finnst þeir ekki flottir og þegar hann skutlaði henni og vinkonunum í skólann í Aabenraa í gær, bað hún hann vinsamlegast um að fara ekki úr skónum. Veit ekki hvenær hún hefur upplifað hann fara úr skónum í miðjum akstri.

2013-08-15 17.38.52

Þarna sjást english breakfast sokkarnir… hann er sáttur… hann gæti étið þá!

Þegar ég fór af næturvaktinni í morgun og yfir í búningaherbergið blasti þetta við mér fyrir utan skápinn minn.

2013-08-15 07.24.03

Vinnufélögurnar eru svo samviskusamar… þetta er flaska sem ég skildi eftir í fyrirpartýinu fyrir jólafrokostinn. Hún hefði betur staðið þarna þegar ég var að fara á vaktina, svo að vinnan mín hefði orðið enn skemmtilegri.

Það er tæblega að ég geti bloggað, né klórað mér… ég er dofin í hægri… eiginlega lömuð!  Ég var að róa í fyrsta skipti á ævinni og er að fara að keppa í kappróðri 7. sept. Vá hvað ég ætla að vinna þessa 75 báta!

Mér finnst það vera söguleg sölumennska þegar fólki tekst að selja gömlu AKAI hátalarana mína sem ég keypti notaða þegar ég var 15 ára. Muniði að við eigum þrenna aðalnágranna… Herra og Frú DK, lögguna og Guð. Getiði einu sinni hver keypti hátalarana…? þeir eiga eftir að vera í góðum höndum og það verður ekki þungarokk eins og í forðum daga sem á eftir að streyma útúr þeim.

2013-08-15 20.56.56

Eiginmaðurinn minn vill ekki að ég skrifi mikið um þessa sölumennsku því hann segist hvorki vera með í reality tv né reality bloggi. Honum finnst ég pirrandi á tímabilum. Það finnst mér ekki. Reyndar veit ég ekki hvort er skrítnara að selja þessa hátalara, eða að hafa átt þá í 23 ár?

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *