Jólablogg 2005

Kæru lesendur, ættingjar >< vinir.
Hér á 3. hæð í gráu blokkinni á Grundtvigsallé, er ferðaundirbúningurinn á fullu. Stelpurnar skruppu í skólafrístundarheimilið til að sækja hluti sem Svala vill hafa með í ferðalagið, og að fara með jólakort til Tove ömmu. Fúsi fór í þvottahúsið til að setja í síðustu vélina fyrir jól og þrífa bílinn, en ég sit hérna og einbeiti mér eins og ég get við jólabloggið.

Skyrturnar eru straujaðar og saumspretturnar bættar. Ískápurinn að verða tómur og stofan sem var búin að taka á sig mynd jólaskreyttrar og tiltekinnar stofu vísitölufjölskyldunnar, er aftur komin algjörlega 100% í rúst. Pakkar, föt, töskur, pepsi twist dósir og allskonar smádót og drasl liggur á víð og dreif eins og einhver hefði bakkað yfir stofuna í misskilningi fyrir hraðahindrun. Nú kæmi sér vel að eiga eina Maríu.

Ég varð síðust til að fara í jólafrí en það er allt ílagi þar sem ég kom heim með eina 10 úr grúbbu- sociologiframlögn. Ég held að Fúsi hafi farið of snemma í frí, því enginn var pakkinn á öxlunum hans í dag. Það er ekki búið að dreyfa jólapökkunum í Sloth&Möller. Og ég sem ætlaði að fara með innihald pakkans til Bornholm. En semsagt í dag erum við öll komin í jólafrí og verðum í löngu jólafríi í ár.

Síðustu jól sögðum við Fúsi hvort við annað að næstu jól ætluðum við að vera búin miklu fyrrr að kaupa allar jólagjafirnar, allavega það mesta. Við settum okkur líka það markmið að senda jólakortin með Pétri þetta árið en ekki bara rafrænt.
Varðandi jólagjafirnar féll markmiðið 100%. En það gerir ekkert til, búðirnar alltaf fullar af jólagjöfunum sem ég ætla að kaupa og ég hef alltaf svo mikinn tíma.
Varðandi jólakortin… ja markmiðið tókst 100%. Pétur kom og tók öll jólakortin með myndunum… jú jú myndakort í ár… þrátt fyrir annríki í skólanum og vinnunni (þetta með tímann mikla var pent grín). En félagi hans Péturs er ekki alveg að standa sig í pakkaferðinni. Stóri pakkinn til átthaganna ekki enn kominn… Og þar eru nokkrir sem eiga pakka og jólakort. En á svona degi sem þessum þar sem bjartsýnin ræður ríkjum, örvæntum við ekki. Pakkinn kemur.
Svo var eitt markmið enn, sem hefur verið sett hver einustu jól í 10 ár. EKKI OPNA JÓLAKORTIN FYRR EN Á AÐFANGADAGSKVÖLD!!! Þetta markmið fellur um sjálft sig 200% x 80% hver einustu jól. Frímerkjasafnari gæti ekki einu sinni fengið frímerkin, því allt er tætt í sundur til að sjá frá hverjum þetta er. Reyndar þekki ég flestar skriftirnar, en þá verð ég að sjá hvað viðkomandi skrifaði í ár og hvort það er mynd eða bréf. Ég er mikið að hugsa um að setja ekki þetta vitleysislega markmið fyrir jólin 2006.

Úti er snjóalaust og frekar hlýtt í veðri, sólgleraugnaveður í suðvesturátt, mínus hálka. Stysti dagur ársins í dag og er ekki frá því að hann sé óvenjulega stuttur miðað við hina 21. des undanfarin ár. Skyldu Ragnarök vera á leiðinni eða hvað? Nei líklega ekki, þá væri ekki svona hlýtt og milt.

Ég get hreinlega ekki beðið með að kíkja í pakkana, er ekki búin,,,.,,, ok einn en sá næstum ekkert, og svo get ég heldur ekki beðið með að kíkja á “svartaborðið” (ég er að standa mig 100% í íslenskunni núna) og sjá einkunnina mína úr verkefninu mínu. Hún kemur á morgun. Og ef ég verð lögð af stað þá fæ ég sms frá bekkjarfélaganum. Það er nú eiginlega meira spennandi en pakkarnir.

Á þessu heimili er byrjað að efast um tilvist jólasveinsins og getur það haft í för með sér mikla örvinglun. Sú eldri veit sannleikann en segir ekkert, og leyfir mér að halda að hún trúi, svo að það sé auðveldara að vakna á morgnana, en finnst jafnframt að þetta sé óttarlegt bruðl.
Sú yngri veit sannleikann innst inni en þráir ekkert heitara en að trúa innilega á karlfauskana. Og þar kemur örvinglunin… nokkur tár hafa fallið, skrifuð bréf til jólasveinsins (svörin borin saman við skriftina í samskiptabókinni), endalausar einkennilegar óskir koma fram og foreldrarnir spurðir spjörunum úr. Einn daginn trúir hún, næsta dag trúir hún ekki. Þetta er mikil innri barátta hjá lítilli prinsessu.

Við Fúsi finnum ekki fyrir neinu jólastressi og höfum við alls engin einkenni.
Reyndar fékk ég örlítið hraðari hjartslátt í bænum í gær. Ég uppgötvaði á göngugötunni að ég spændi framúr öllum, tróðst á milli og varð óþolinmóð yfir að komast ekki áfram á mínum hraða. Fyrst hélt ég að þetta væri stresseinkenni, en svo áttaði ég mig… þetta er minn hraði en dagsdaglega er ekki svona troðið á göngugötunni og þess vegna er ekki eins áberandi þegar maður labbar hratt.
Ég er bara ekki alltaf jafnheppnuð, í dag var ég misheppnuð. Ég fór í síðu, víðu pilsi í bæinn, svona pilsi sem þarf að lyfta upp í tröppum. Svo á mínum gönguhraða, kem ég á þvílíkri siglingu yfir citykrossinn, næstum orðin fyrir hjóli (mér að kenna) og næ að miða á dyrnar inn í Tøjeksperten og gleymi að það eru tröppur þar og ég í þessu umfangsmikla pilsi. Og ég lendi á röngunni inn í pilsinu og inn í búðina og upp á ALBERTO hilluna. Varð náttúrulega að kaupa ¼ af búðinni í staðinn, þar sem ég gat ekki laumast óséð út.

En vá, þetta átti að vera 100% jólablogg á alvarlegu, jákvæðu, væmnu nótunum á íslensku. Og allt komið í vitleysu, markmiðinu ekki náð 100%.

Mér finnst nú e-ð vanta upp á til að uppfylla þessi skilyrði en betur get ég ekki gert núna þar sem heilinn á mér lyktar eins og örbylgjupopp, það tekur alltof langann tíma að vanda sig (búin að vera að í 9 kl.t.) og Dolph var mjög hætt kominn í lýtaraðgerðinni sem hann fór í til að fá eins efri part og Jean Claude Van Damm, því hann passar svo 100% við neðri partinn.

En elskurnar mínar, megiði eiga ofboðslega gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Kærlegustu kveðjur frá fjölskyldunni á Grundtvigsallé 145 sem er á leið til Köben, jólativoli, skötu, Field´s, BORNHOLM og Svíþjóðar og okkur hlakkar 100% til.

4 Responses to “Jólablogg 2005

  • Blessuð öll saman,

    Góður pistill Dagný!!! En þetta með jólakortin og aðfangadagskvöld það er heilagt, þ.e. að opna þau ekki fyrr en þá, þannig að ég mæli með að þú haldir áfram að setja þér það markmið, svo kemur bara í ljós hvaða herrans ár það tekst:)

    Annars allt gott héðan, jólastressið í algleymingi!!!!

    Hafið það sem allra bestu um jólin og góða ferð í ferðalagið.
    Bestu kveðjur, Unnur og co.
    ps. skilaði pakkinn sér ekki??

  • Halló halló ferðalangar!
    Gangi ykkur alveg svakalega vel í þessu ferðalagi.
    Og svo óskum við ykkur að sjálfsögðu innilega GLEÐILEGRA JÓLA kæru vinir. Hlökkum til að sjá ykkur um áramótin.
    Jólakveðjur, Begga, Stebbi, Perla Dögg & Aníta Björk

  • Skemmtilegt að lesa þetta frá þér Dagný eins og alltaf. Við óskum ykkur góðrar ferðar og frábærrar skemmtunnar í þessu öllu saman. Hafið það svo rosalega gott um hátíðarnar og við sáumst hress og kát um áramótin…
    knus og kram héðan frá okkur í engu jólastressi en fullt af jóladskapi í Jørgensgård..
    Dísa, Snorri, Sævar og Dagný Eva…

  • Hafdís
    19 ár ago

    Blessuð þið þarna í gráu blokkinni og velkomin heim.
    Endilega sæktu um aðgang aftur og settu netfangið MEÐ svo að það verði á listanum hjá mér ef ég breyti nú um aðgangsorð, þá sendi ég það bara aá allann listann. (og svo að ég geti sent þér aðgangsorðið)
    Kveðja Hafdís úr gráu og gulu blokkinni…aðeins fjölbreyttara í þessu hverf, ekki mikið en smá!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *