Burt´s bees og fleira
Undanfarið hefur þessi mynd flórerað á facebook…
Ef þið lásuð færsluna mína í maí frá1864 hlaupinu, þá er þessi mynd í samhengi við það. Þetta er Ráðhústorgið í Sönderborg 1864. Í dag hangir maður á kaffihúsunum þarna og allt er í gúddý.
Annars er ég komin heim… fór að heiman með bólótta moskítoleggi og kom heim með marða og auma leggi, ásamt lausri hnéskel. Held ég. Líður þannig. En alveg þess virði! Hvað leggur maður ekki á sig fyrir e-ð skemmtilegt? Í þetta skipti voru það göngur hingað og þangað og motorhjólarúntar um höfuðborgarsvæðið aftan á með Jóa (það hættulegasta sem ég gerði í sumarfríinu)… buxurnar voru bara í stærra lagi en það sést ekki þegar maður situr 😉
Ég lofaði að kaupa dósavarasalva handa dætrunum í fríhöfninni en steingleymdi því í ilmvatnskaupunum. Gleymdi líka að kaupa maskara! Kaupi alltaf maskara. Get ekki lifað án maskara (þarf að eiga lager)… og hárspreys. Þótt ég þurfi ekki alltaf að nota hársprey, þá nota ég alltaf hársprey, útaf lyktinni og fílíngnum við að spreyja. Skil ekki þegar hársprey verða of gömul uppí skáp hjá fólki. Maskari og hársprey lyfta lífinu á hærra plan.
En afþví að ég gleymdi varasölvunum, keypti ég aðra varasalva í fluginu… þeir eru æði! Vildi bara mæla með þeim… fyrir ykkur stelpurnar. Það er smá litur og glans.
Hann er æði en ég keypti engan handa mér… :-/
Í staðin, fyrst ég var byrjuð að strauja kortið keypti ég mér þetta…
Reyndar vantar e-ð í þetta því mér tókst að dreifa þessu útum allt hús í þessar fáu mínútur sem ég var heima á mánudaginn. En þetta er líka æði… mér finnst krem og allt svona dót æði… þótt ég noti þetta ekkert of oft… samt gaman að eiga… og ef sólarhringurinn væri 10 mínútum lengri, hefði ég tíma í allt svona.
Þannig að ef þið stelpur, eruð að fara að fljúga og vantar allskonar krem og fínerí, þá mæli ég með þessu!