VM – dauðinn – útlendingur og min „dejlige“ Dolph

Hef bara alls ekkert annað við tímann að gera en að létta ykkur lundina og stundina… er í afneitunarfasanum í jólakrísunni og keypti mér fucking sólkrem í dag.

Var að vinna um helgina og komst að því að coolasta hrósið sem ég fæ í vinnunni er þegar sjúklingarnir halda að ég sé afleysingarlæknirinn.
Ástæðan verður að kryfjast >< gæti verið…
Nr.1 Er svo hrikalega professional og cool eins og þessar ungu læknastelpur þarna…
Nr.2 Útlendingur
Nr.3 Hreinar og klárar pikkuplínur frá mönnum sem eru með blóðug augu eftir hengingartilraunir
Nr.4 Aukinn vöxtur grárra hára á höfðinu.

Mér finnst nr. 1 og 4 lang líklegast. Sérstaklega 4 þar sem grá hár eru margar tröppur upp virðuleikastigann og því fleiri grá hár, því oftar þessi skemmtilegi misskilningur. Nr. 3 er ólíklegt þar sem þeir eru alls ekki í ástandi til að hugsa á þeim nótunum.
Nr. 2 Gæti líka verið örlítill möguleiki þar sem stór hluti læknanna eru útlendingar.

En fyrir utan egobombuna, voru þessar vaktir hreinasta gubb. Tíminn ætlaði aldrei að líða, engin læti, engin vandræði, engin slagsmál, enginn flótti, engin beltun og bara allir í einhverju boring jólaskapi. Ég með horkvef og þess vegna hor útum alla deild og við gerðum ekki annað en að undirbúa stofugang daginn eftir og leggja fram tillögur um útskriftir fyrir jól. Út með alla sem mögulega geta lifað fyrir utan deildina yfir rándýrustu dagana. Það er of dýrt að borga jólalaun.
Rövhuller.

Eftir vinnu kom ég við til að pikka familiuna upp af jólaballi handboltaklúbbsins í Ulkeböl. Þvílíkt og annað eins… lotteríið rétt að byrja, 2750 manns í höllinni og 555 vinningar í boði. Þarna sat ég i næstum 60 min. með hor í nös og svo gegnumreykt (eftir reykingar sjúklingana) að ég fann það sjálf. Ef það hefðu verið villimenn í höllinni, hefðu þeir haldið að þarna væri komið reykt rollukjöt í 1.-2. flokki (allavega ekki í O-flokki) og gomlað mig í sig fyrir framan nefið á fjölskyldunni minni.

Þannig að þegar heim var komið, var það sturtuklefinn með hepatitis B i dvala, sem beið mín og hrein föt.
Mikið voðalega leið mér mikið betur á eftir.

Í dag var svo kennsla og grúbbuvinna sem gekk svona upp og niður, og var rifist og grátið og borðað popp og drukkið pepsi twist. Fullkomið!!! Vel á grát minnst, í fyrstu 3 tímunum var þemað dauðinn og við sáum þátt um mann sem var að deyja úr lymfekrabba og konan hans tók sér umönnunarfrí eins og fólk gerir oft í svona dæmi. Þannig að tv-ið fylgdi ferlinu í ca. 3 mán og svo dó hann. Hann var alltaf bara heima og þurfti aldrei að leggjast inn. Voðalega fallegt og sorglegt allt saman. Flestum vöknaði um augu, en nokkrar leyfðu sér að eyða frímínutum kennarans í að láta hugga sig. Eins og Dolph myndi segja… svageee, de er fucking svageee…arrgg assholesssss. LALALA. Kannski eru þetta verðandi týpurnar sem snökkta hærra en aðstandendurnir við dauðsföll, hver veit?

Þegar ég kom svo heim, tilkynnti Svala mér að það væri að bætast nýr drengur í bekkinn þeirra….ekki nóg með að þau eru mörg fyrir og nýkomið nýtt barn, heldur er þessi úr sama skóla, en b sporið ræður bara ekki við hann. Sem sagt tilfelli. Og Morten (Svölu kennari) segir bara: “ jeg skal nok tage mig af ham, det skal nok gaa godt”… svona til að róa börnin sem öll þekkja til hans og hans hegðunar. Arrrrggg eins og það séu ekki nógu mörg allskyns tilfelli fyrir í 2.c!
Get alveg orðið snældu u know.

Þessa dagana er hálfgert tómarúm… VM i handbolta eða HM eða what ever, búið og því minnkar álagið á sófann töluvert. Landsliðsþjálfarinn Jan Pytlick, Vestergaard og Hörlykke kvödd með tárum í tv-inu og líklega í flestum stofum landsins. Bara spælandi að við skulum ekki koma með bronzið heim. En við vorum alveg húkt og á þessu tímabili má alveg hoppa í sófanum.

Á eftir ætla ég að byrja að hugsa um jólabloggið árið 2005. (Var e-ð 2004?) Ég ætla kannski að vera rosalega jákvæð og svoldið væmin og ekki segja nein ljót orð eins og Dolph. Ég er annars ekki viss um að það sé mjög hollt fyrir mig að horfa of mikið á þennann fucking ninja flóðhest. Ég er svo áhrifagjörn á köflum.

Kærlegar kveðjur kæru rövhullerne mín/ar

2 Responses to “VM – dauðinn – útlendingur og min „dejlige“ Dolph

  • Góðan daginn!!!
    Ertu klár í framlögnina á morgun??? Ég er ekki alveg tilbúin, en hlýt að verða það í fyrramálið kl. hálf ellefu.
    Annars bíð ég bara spennt eftir jólablogginu, skyldi það verða alíslenskt, eða með dönskum og enskum slettum?? ;o)
    en það er rétt, það vantar mikið fyrstu dagana eftir svona handboltaveisludaga. En þá er bara að demba sér í jóla jóla-eitthvað…
    Sjáumst síðar
    Kv. Begga (sem á að vera að undirbúa sig, en ekki að bloggrúnta)

  • Hehe er framløgn á morgun???
    Jólablogg… ef ég hef yfirdrifinn tíma, og vanda mig, thá verdur thad alíslenskt, en annars ekki.

    see u

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *