Ég, Leggings og Skór á leiðinni til Íslands

Í dag gerði ég herfileg mistök… mjög herfileg. Lét stelpurnar plata mig útí skóg að hlaupa! Í hita, mollu og engu formi. Þetta var hin mesta fásinna. Var þó skynsamari eftir hlaupið í dag en eftir boxið í gær… fékk mér ódýrt mjólkursúkkulaði með hnetum ÁÐUR en ég drakk mig fulla af hálfri hvítvínsflösku… rest frá í gær. Er Þótt Begga segi að ég gæti átt framtíðina fyrir mér í hlaupunum ef ég myndi æfa, þá verð ég bara örmagna við tilhugsunina. Hún segir að ég hafi leggina og lungun í þetta og gæti auðveldlega verið með þeim fremstu í helstu marathonum heims. Ég veit ekki. Er ekki svona svakaleg keppnismanneskja. En hún horfir á mig með þessu augnaráði: „þú ættir að fara eftir prógrammi…“ Og ég horfi til baka: „ég nennessu ekki“

Begga seyðfirðingur er professjonal hlaupa… faghlaupa… eða atvinnuhlaupa heitir þetta víst. Hún hefur reyndar ekki talað hátt um það, en svona hleypur engin nema fá pening fyrir. Vitið þið e-ð hverjir eru til í að launa svona einstaklingshlaupara eins og Beggu? Eða mig? Ef útí það væri farið…

Í skóginum í dag voru ekki teknar myndir því við vorum löðursveittar og það fer ekki á filmu… það er frekar ógeðslegt! Ef maður svitnaði ekki svona í sportinu, myndi ég sporta á hverjum degi!

Annars er ég að fara til Íslands… og ég hlakka svo til… hlakka alltaf svo til! Er að verða nokkuð reddý, á bara eftir að vinna 4 vaktir og kaupa augnmálningaraftakara.

Fræga vinkonan er búin að lykkja saman Leggings (var að hugsa um að skýra þær Tiggings, en einu heimilisfólki fannst það ekki flott) handa mér og ég er yfir mig hamingjusöm og ætla að sofa í þeim fram að brottför. Vinkonan svaf líka í þeim restina af nóttinni sem hún saumaði þær. Ég ætla ekki að fara úr þeim í 2 vikur!

2013-07-24 21.34.22

Síðan er það prógrammið á einni fallegustu eyju í heimi…

Ætla að byrja fyrir austan… hitta fjölskylduna, vinina og overdosa af náttúrunni!

Langar að labba:

  • upp á Standatindinn (þori ekki ein)
  • yfir Kækjuskörðin (þori ekki ein)
  • oní einhverja Vík
  • eftir Gilsárdalnum í aðrahvora áttina
  • í Stóruurð í þoku… eða það má ekki vera þoka á leiðinni, bara í urðinni (þori ekki ein í þoku)
  • fyrir Skálanesbjarg (þori ekki fyrir mitt litla líf ein)
  • og jafnvel fara á hestbak… en bara kannski… engu má ofgera! (get mögulega farið ein)

Síðan er taka 2 til Grænlands og þar ætla ég líka að taka náttúruna í nefið. Og heilla grænlendingana upp úr skónum í nýju Leggings.

Að lokum er það höfuðborgarsvæðið og þar er planið einnig fjölskylda og vinir… með þeim ætla ég að nusa af miðbæ Reykjavíkur, Keflavík og tékka á náttúrunni í max 2ja tíma ökufæri frá sýslumörkum. T.d. væri:

  • Leggjabrjótur möguleiki… veit reyndar varla hvað eða hvar hann er (Sigrún stakk bara upp á því)
  • Kirkjufellið aftur (ein hlaupan var að kveikja í mér í dag) (Maggalukka, ég fer bara upp ef heimamaður kemur með, áttirðu ekki tengdapabba þarna?)
  • Hellir í Þorlákshöfn (vont veður – plan b – Sigrún…)
  • E-ð á Reykjanesinu með Viktori 8 ára fótboltahetju
  • Fimmvörðuhálsinn eða bara Laugarvegurinn… hef endalausan tíma!
  • Og svo Esjan á kvöldin og um helgar og í þynnkunni…

Juuu hvað ég hlakka til… er bókstaflega að springa… hugsa að 2 vikur verði ekki nóg!

Ég og Skór ætlum að vera eitt… Skór eru tótalt tilbúnir, spreyjaðir og eru í þessum skrifuðu orðum að æfa sig í klettunum í garðinum.

2013-07-24 21.37.35

Ef einhver vill date´a mig og Skó í náttúrunni, því við erum ekki að nenna að fara þetta allt ein (það sem ekki er búið að bóka) og sumt þorum við ekki að fara ein, þá erum við alltaf online á fb. Skór eru reyndar ekki með sitt eigið fb, en fá að kíkja hjá mér.

Sjáumst á Íslandi!

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *