bara almenn mannréttindi… ósköp almenn…
Ég er alveg svakalega pirri pí innst inni. Svo pirrí að ég þarf að blogga um það! Fór í box í dag og var svo þyrst þegar ég kom heim að ég drakk rúmlega hálfa hvítvínsflösku… svo nú er ég hálf full. Hef ekki drukkið áfengan dropa síðan fyrstu vikuna í júli og ekki djammað síðan 17. júni… svo þolið er ekki baun í bala og ég því bara drafandi OG pirruð.
Ég er svo sár og máttvana gagnvart slæmum mannréttindinum í heiminum. Og dauðadrukkin.
Mitt coola hjarta er bara ekki að meika þetta!
Þessi stelpa… kynsystir mín… gæti verið systir mín… er líklega nýkomin eða rétt ókomin heim til Noregs.
Marte var í ferðalagi í Dubai með vinnunni sinni. Vinnufélagi hennar nauðgaði henni og hún fór, EÐLILEGA, til lögreglunnar og kærði það. Lögreglan kærði hana á móti fyrir:
1. kynlíf utan hjónabands
2. áfengisneyslu
3. falskan vitnisburð
Til að sakfella og dæma fyrir nauðgun, þarf nauðgarinn að játa EÐA 4 fullorðin karlkynsvitni bera vitni… samtkvæmt Sharialögum!
Hún var svipt vegabréfi og átti yfir höfði sér 16 mánaða dóm.
Heimspressan fór á flug… allt varð vitlaust…
Dubai fannst athyglin einum of neikvæð og slepptu henni. Þeir vilja túristana, sérfræðimenntaða fólkið frá vesturlöndum í vinnu og góða ímynd. Ég fæ reglulega mail um hvort ég vilji ekki fara að vinna í Dubai og Abu Dabi… Nei takk!
Engin hefur gleymt Pussy Riot… þessari snilldar pönk rokk hljómsveit sem bara vill réttlæti…
Þær eru einnig kynsystur mínar og gætu verið systur þínar… Þær vildu réttlæti og sögðu það upphátt í landi þar sem er mikið minna tjáningarfrelsi en við höldum, og lentu þær því í fangelsi. Reyndar ekki allar en 3 af þeim. Í mars 2012 voru 3 handteknar og í oktober 2012 var dæmt. Ein var leyst úr haldi en tvær voru dæmdar. Þær voru aðskildar og sendar í vinnubúðir…
Maria er að læra blaðamennsku og ferilskrá hennar er ca ein bók… allskonar góðgerðarstarfsemi, vinna, nám og listir. Hún á 5 ára gamlan son en situr í fangelsi í Uralfjöllunum… 1600km frá Moskvu. Það tekur 20 tíma og 8 mín að keyra í heimsókn til hennar… reyndar mátti hún ekki fá heimsókn síðast þegar ég heyrði.
Nadya er heimspekinemi, er gift og á litla dóttur. Hún situr í fangelsi í Mordovia og það eru á milli 600-700km þangað frá Moskvu.
Þarna eru þær… bara fyrir að tjá sig!
Síðan má ekki ekki gleyma Abdulhadi Al-Khawaja frá Bahrain. Hann er líka mannréttindasinni og tjáði sig bara og vildi réttlæti í sínu eigin landi. Var handtekin 2011 og tæplega ári seinna fór hann í hungurverkfall og vakti athygli heimspressunnar. „Frelsi eða Dauði“ var hans motto. Hann borðaði ekkert í 110 dag en þá fóru yfirvöld að neyða mat oní hann með droppi og sondu. Hann situr enn inni og ekkert er fjallað um hann… fjölskyldan er líklega ráðþrota og uppgefin og engin von.
Síðan kom facebookarvinkona mín með status og shareingu í morgun. Nota bene, Kollý er ein af fáum sem púllar statusa… þeir eru alltaf töff hjá henni. Ég þekki Kollý eiginlega ekki neitt, samt er hún ómissandi á fb.
Statusinn hennar hljómaði svona: „anda inn og út…Kollý…þú varst að vakna..úff..hvar er stjörnuspáin í þessari sjoppu :-/“ Og þessu fylgdi deiling á frétt um siðgæðislögregluna í Indonesia, en þar gilda sharialögin. Þeim er slétt sama um glæpi og þessháttar, því það er mikilvægara að konur hagi sér! Þeir segja t.d. að konur eigi að sitja í söðli þegar þær eru farþegar á hjólum… „Ef konan situr klofvega ýtir hún viðkvæmum hluta líkama síns upp að þeim sem ekur hjólinu,“ gg það er kynferðislega ögrandi!
Síðan var ég að klára 2 bækur, báðar mjög góðar. Önnur er byggð á rannsóknum og heimildaröflun. Í báðum bókunum er mikið um nauðganir, á báðum kynjum. Í annarri bókinni er stelpu hópnauðgað af 15 karlmönnum… Þetta var reyndar bara bók… en þetta gerist líka í the real life. Þegar dætur mínar voru að koma í heiminn, voru til sérstakar nauðgunarbúðir í ökufæri frá okkur þar sem við búum núna!
Fólki er stjórnað og stýrt, hvernig það situr, hvað það segir, hvað það borðar og fólk gerir við fólk það sem fólki langar að gera við fólk!
Þessi heimur… my fat ass!
Vá hvað þú ert full.. en já maður er frekar máttvana á móti þessum stubit löndum….. tölum ekki um réttindi samkynhneigða.
PS. Kollý er ein mest töff í heimi…
Svipað og ég hef verið að hugsa síðustu daga. Og þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Finnst ég máttlaus gagnvart allri þessari klikkun og þessu óréttlæti. Og ég er bara búin að drekka te.