Sjálfssöknuður…
Spáið í þetta… að þjást af sjálfssöknuði?!? Reyndar sakna ég ekki beint mín, því ég er nú ekki langt undan, en ég sakna bloggsins míns. Það er búið að gerast svo margt skemmtilegt og ég búin að upplifa svo mikið… og vinna alltof mikið og því engin tími til að blogga. Samt er ég bara búin að vinna örfá prosent miðað við fólk í þrælabúðum… megum ekki gleyma þeim sem minna meiga sín.
Aldís fór til Íslands í gærkvöldi… hún er alveg að skríða í 18 árin og því 10 ár síðan ég hætti nokkurnvegin að hjálpa henni að pakka niður. Samt…
Ég: „Aldís, taktu með þér vettlinga…“
Aldís: „öhhh nei!“
É: „taktu með þér trefil eða klút eða e-ð“
A: „öhhh nei…“
Ég: „taktu þá með þér buff“
A: „öhhh nei… það er sumar…“
Ég: „taktu með þér regnjakka…“
A: „NEI“
É: „taktu með þér hlýja peysu…“
É: „og almennilega skó“
É: „og ullarsokka…“
A: „nei nei nei… hvert heldurðu að ég sé eiginlega að fara…??? það er sumar!!!“
Ég laumaði einum iglove (vettlingum) í töskuna hennar… hún á eftir að þakka mér seinna!
Hún hefur greinilega ekki hugmynd um hvert hún er að fara!
Við Fúsi borðuðum kvöldmat saman í kvöld… bara við tvö… og spjölluðum… hér verða bara nefndar nokkrar setningar/spurningar án samhengis…
F: „vissirðu að það er að koma halastjarna í oktober sem verður stærri en tunglið?“
É: „nei“
F: „nú er að koma nýtt bla bla bla fyrir ipad… vissirðu það?“
É: „nei“
F: „Vissirðu að þeir voru að uppgötva nýtt stöðuvatn með radioactive geislum á bla bla bla plánetu?“
É: „nei“
F: „ertu hlynt því að það verði byggð mosque í Reykjavík
É: „nei“ (bæði og samt)
F: „vissirðu að andriod var að koma með nýtt app sem getur bla bla bla (mjög flókið)?“
É: „nei“
F: „það var verið að finna milljónára gamlar fornleifar í Mongolia sem á eftir að breyta núverandi þróun… vissirðu það?“
É: „nei“
F: „vissirðu að veðurfræðin er 150 ára?“
É: „nei“
F: „hver íbúi í Macao hefur 52 m2 fyrir sig… því 564,000 manneskju búa á 52 km2… vissirðu það?“
É: „nei“
F: „hey, þú líkist Olivia Newton John…vissirðu það?“
É: „öhhh nei (nýbúin að hlaupa í steikjandi hita)“
Dísösss… veit ekki hvað segja skal!
Og mér liggur meira á hjarta í dag… er svo hamingjusöm yfir að meiga að mæta í vinnuna 4 klt. seinna en ég í rauninni átti og hef því endalausa orku!
Um daginn sá ég skilti…
Þarna stendur skýrum stöfum: 50% afsláttur í ALLRI búðinni… Gildir ekki vín, súkkulaði, afskorin blóm og interflora (hvað sem það nú er). Málið er bara að það er sama og ekkert annað en vín, súkkulaði og blóm seld í þessari búð… Spes!
Síðan sá ég annað skilti… Þetta er líkamsræktarstöð bara fyrir konur með BMI yfir 25. Það er auglýst grimmt: „engir speglar og engir menn…“ Enda er þetta tvennt e-ð sem skrattinn hefur skapað. Það kostar heilan kastala að vera meðlimur þarna en…
það tekur bara 30 mín!!! Þumallinn upp fyrir því! Og það kæmi ekki á óvart ef þær fengju eina dós pepsi max eftir þessar 30 mín… innifalið í verðinu… 🙂