Ungfrúr Íslandía á 17. júní…
Í dag um 2 leytið spurði Fúsi: „hey elsku yndislega ástin mín… hvað eigum við að hafa í kvöldmatinn?“
Ég: „kók og snakk… og big ben lakkrískaramellur…“
Fúsi: „okay yndislegust“
Það er komið nóg af hollustu og fyrirmyndarfærslum í bili… maður verður bara hissa á sjálfri sér þegar litið er yfir öxl… hlaup, garðvinna, garðvinna og hlaup… ég hlýt að vera veik!
En ekki lengur… ég hef læknast… ég læknaðist á 17. júní í gær.
Í gær var ég bara að vinna og chilla… og þegar því var lokið og ég opnaði símann minn á leið útaf sjúkrahúsinu, biðu mín 17 snapchöt. Öll frá Ágústu og Tinnu… þær voru á 17.júní fjölskylduskemmtun og vildu hafa mig með… ég varð hrærð… og byrjaði að snökkta og náði því ekki að taka screenshot. Þetta voru myndir og myndbönd af þeim með textum… sem dæmi, Kommmmdu… Daaaaagný… vertu með….
Ég náði ekki fjölskylduskemmtuninni en fékk þau skilaboð um að mæta í party um kvöldið… og þá hófst undirbúningurinn hjá þessum tveimur… þær eru báðar fyrrverandi og núverandi fegurðardrottingar… Tinna var ungfrú Blönduós (eða Bíldudalur)
og Ágústa var ungfrú Akranes.
Báðar gullfallegar
Ég náði ekki að screenshotta allt svo þetta er algjörlega úr samhengi…
og set heldur ekki allt sem var screenshottað hérna inn… kommon… það er nú smá kommon sens hérna í kálhausnum í kvöld…
neiiiii
Hvernig væri hversdagsleikinn án þeirra???
Tinna er ALLTaF of sein… líka í 17.júní partý, sem er btw, mikilvægasta partý fyrir alla íslendinga. Síðan hófst partýið… Gleðilegan 17. júní!!!
Þær eru svo klikk og það mætti halda að við séum oft í sleik! En þarna við vorum alvarlega að ræða um fegurðarsamkeppnina Ungfrú Ísland…
Síðan fórum við á Penny…
Við Sigfús minn vorum tögguð á frábæra mynd í kvöld… svipurinn á eiginmanninum er óborganlegur og kommentin hófust… önnur af þessum klikk vinkonum mínum kommenteraði og þá sagði Sigfús minn: „æi er nú ein af þessum sjúku vinkonum komin þarna líka…“ Hann Sigfús minn hefur verið virkur þátttakandi í þynnkusnappi dagsins og fílar það í botn. Hann er svo þolinmóður og umburðarlyndur hann Sigfús minn!
Annars líður mér mikið betur núna… Ég er ekki enn vaxin upp úr að djamma… var nefnilega farin að halda það og hafa áhyggjur!
En aftur að Ungfrú Ísland... (linkur á bak við)…. ég get ekki séð hvaða máli skiftir að ég sé ekki 24 ára, gift og eigi 2 börn… ég er með augabrúnirnar!!!
Hahahhahahaha
Svo var það Blönduós, Borgarnes OG Hafnarfjörður
Róleg í Bíldudalinn…. er ekki algjör dreyfari!!!!