Garðvinnan og pólskan…
Í dag þegar ég kom heim úr vinnunni ætlaði ég í garðinn með det samme. En var svo óheppin að rotast í sófanum. Sigfús minn vakti mig eftir 30 mín með því að veifa framan í mig sendingu frá Íslandi. Mér var sendur Jón Sigurðsson… til að hengja á ísskáp! Er nefnilega bitra gellan því litli bróðir minn stal gamla bronzplattanum af Jóni af mömmu og pabba. Ég ætlaði að erfa hann… og var búin að finna stað handa Jóni á mínu heimili. En kunni bara ekki við að biðja um hann fyrr en þau væru á grafabakkanum… Þessi yngri systkini… Þessi ungdómur í dag! Frakkari en allt frakt. Guð blessi þessa kynslóð… Og til að bæta fyrir brotið þá sendi hann ísskápssegul… nú hangir Jón fastur á ísskápnum!
En ég vaknaði við pakkann… og fór útí garð að klippa runnana meðfram götunni með stóru mótorsöginni minni.
Og alltaf er verið að stoppa og trufla mig… allir vilja spjalla. Síðan gerist það, að á meðan ég er að spjalla við eldri sólbrúnan mann, stansa tvær konur við runnann og tala og benda á runnann og tala mikið. Siðan fer maðurinn og þær koma til mín. Þær segja: „Magget magget smukk“ (mjög mjög fallegt)
Ég heyrði með það sama að þær voru polskar og sló yfir í pólsku…
Ég: „dengjúa“ (takk)
Þær: „Dú lava?“ (þú gera?)
Ég: „tak“ (já)
Þær: „Dú lava magget magget smukk“ (Þú gera mjög mjög fallegt)
Ég: „dengjúa“ (takk)
Þær: „ahhhh, magget magget smuk“ (ahhhh, mjög mjög fallegt) og bentu á runnann og allt draslið útum allt…
Ég: enn og aftur… „dengjúa“ (takk)
Síðan fóru þær vinkandi og skælbrosandi.
Síðan tók ég sjálfsmynd…
Sjáiði hvað ég er orðin freknótt?
Í þessari klippingu var reynt að gera nýtt… þetta eru sko runnar, ekki limgerði. Og þessvegna hef ég oft gert mismunandi. Einu sinni klippti ég þá í litlar kúlur, stundum hafa þeir fengið að vera MJÖG mismunandi háir og stundum e-ð annað. Í ár erum við að reyna við nýjan stíl.
Gyllti pýrarmídinn var líka snyrtur!
Í ár er ekki farið í garðinn án garðyrkjuhvolpsins. Eftir að gylltu pýramídalaufunum hafði ringt yfir hann, ákvað hann að þetta væri tilvalin hvíldarstaður. Fannst hann nokkuð grófur… meina… hann gerði ekki handtak nema chilla útum allan garð. Það var ég sem átti hvíldina skilið.
Og greinar eru alltaf góðar að naga 🙂