Aaron Antonovsky

Gæti hugsað mér að blogga oft í dag… bara af því að mig vantar gjörsamlega einbeitninguna… já vissuði að ég er að gera verkefni (opgave) og valdi að hafa pædagogisk synsvinkel á henni… heheh ég sem er svo pædagogisk… er að skrifa um uppeldi á 14 mán gömlu barni. Og ÆTLA að nota Aaron Antonovsky… hvort sem það passar eður ej. Finnst hann bara svo mikið æði… jebb. Og leikskólakennarar, hjúkkur og evt þroskaþjálfar ættuð líklega að þekkja hann… voða vinsæll kall í þessum geira… gæti meira að segja vel verið að ég segji ykkur hinum einvherntímann hvaða kenningar hann hefur. Já hver veit.
En ég nota líka fleiri… ekki bara AA.
By the way, er ekki öllum slétt sama á hvaða tungumáli ég blogga…??? Fæ alltaf annað slagið beiðni um að blogga á dönsku… svoldið fúllt sumt fólkið sem getur bara skoðað myndir… veit ekki… svoldið erfitt að opinbera mína tungumálafötlun… er annars fötluð í báðum tungumálunum… svo ætti ekki að skipta neinu… gæti gert svona stutt resumé á dönsku.,… já kannski gæti ég það… hélt annars að ég væri einungis að blogga fyrir sjálfa mig… ekki ykkur eða aðra… gæti þessvegna skrifað á grísku, sem ég lærði til einskins…
En EF ég fer nú útí þetta…. Þá nenni ég ekki að fá komment á dönskuna mína… hvorki jákvæð eða neikvæð… þar sem neikvæð draga mig niður..(tilgangslaus) og jákvæð eru bara rugl… (þekki mína dönsku) og þeir sem væru jákvæðir eru þá bara verri en ég í dönskunni og sjá ekki fötlunina… ikk?

Farin að grafa í Antonovsky…
k

One Response to “Aaron Antonovsky

  • Danska-íslenska, held að það skipti ekki máli, þú getur þetta vel á báðum tungumálum. En grískunni geturðu gleymt (ég hugsa að ég myndi alla vega gefast upp á að lesa þá).
    Vertu dugleg að vinna í verkefninu þínu.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *