ALT FOR DAMERNE…

Það er kvennahlaup og heitir eins og konublaðið Alt for damerne. Blaðið er hundleiðinlegt og hlaupið líka… nenni ekki aftur að ári liðnu.

Allavegana… var á dagvakt og fór beint eftir vinnu…skokkandi útaf sjúkrahúsinu…

2013-06-05 15.20.14

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan settumst við inn í sjóðandi heitan bílinn og brunuðum upp í Frederecia. Engin mynd til af því, því ég féll í mók og hraut með hökuna niður við bringu alla leiðina.

Þegar við komum uppeftir vorum við orðnar sársvangar og þá var nú gott að hafa stolist í ísskápinn í vinnunni… Glöggir næringarspekulantar taka kannski eftir hvað þetta sull er stútfullt af protein og kaloríum!

2013-06-05 17.08.31

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þetta var ekkert gott… og ætla ég aldrei aftur að stela úr ísskápnum í vinnunni minni.

2013-06-05 17.17.10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Begga og Aníta Raketta Stefánsdóttir voru líka 🙂 Þetta var team Seyðisfjörður.

2013-06-05 17.17.24

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svo team Intensiv (gjörgæslan). Restin var sköðuð (við erum 51 hjúkka á deildinni).

2013-06-05 17.29.59

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ein sjálfsmynd sem sýnir hvernig kviknaði á perunni hjá mér…

2013-06-05 17.36.02

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og önnur sjálfsmynd sem sýnir hversu töff númer ég fékk! Plús að þessar 2 myndir hanga saman… frekar töff!

2013-06-05 17.42.28

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var hitað upp og ég varð strax þreytt.

2013-06-05 17.48.52

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan var troðist af stað eftir malarstíg og ég fékk ryk í öll göt í andlitinu.

2013-06-05 17.54.56

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Anskotans malarstígur! Það var líka alltof heitt!

2013-06-05 18.33.04

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var síðasta brekkan, það voru reyndar bara 3 brekkur og það er ekki neitt miðað 1864 hlaupið muniði…

Annars var leiðin bara e-ð bla bla bla… meðfram sjónum… inní íbúðarhúsahverfi, útá tún, til baka aftur, inní svona ekkert hverfi, upp á einhverju barði og niður í bæ. Semsagt, ekkert spes. Ekkert um að vera á leiðinni, nema ein og ein fjölskylda að klappa og nokkrir hundaeigendur sem hunsuðu okkur.

2013-06-05 18.41.13

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna sést skugginn af mér… þannig að þetta er enn ein sjálfsmyndin.

2013-06-05 18.53.12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Markið framundan… sálartetrinu mínu var borgið! Var alveg að fara yfirum og næstum farin að gráta! Annars átti að standa ljósmyndari þarna og ef maður gretti sig, var maður með í grettumyndakeppni um hlaupaskó. Sá því miður ekki gaurinn.

2013-06-05 18.56.29

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aníta Raketta Stefánsdóttir ánægð með tímann sinn… 51,11… 10km.

2013-06-05 19.05.43

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dorte algjörlega í stíl… en þetta er bolurinn og taskan sem var innifalin í verðinu.

2013-06-05 19.10.31

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarf svo að komast í VAAAX!

2013-06-05 19.12.23

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dorit bara e-ð að sjússa sig…

2013-06-05 19.36.34

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dorit og Susanne völdu stystu og mýkstu leiðina í picnic…

2013-06-05 19.36.49

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dorte fann ekki e-ð í gjafapokanum sínum… hvað gera konur þá? Hvolfa eðlilega úr honum þar sem þær eru. Þarna er hún ca hálfnuð með að tína oní hann aftur. Þetta tók ca 20 mínútur.

2013-06-05 19.39.46

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna má greinilega sjá Dorte og mig borða samlokur… í gleraugunum!

En allt í allt… þetta var fínn seinnipartur/kvöld en geri þetta líklega ekki aftur að ári. Kostnaðurinn við þetta er of mikill (tæpl. 8000 íslenskar krónur), fékk ekki nóg í staðin, leiðin leiðinleg, sjálft plássið ekkert spes og ef það hefði verið rigning, hefði ég fengið hjartastopp á staðnum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *