búr á beit

Var ég búin að segja ykkur frá því þegar ég kafnaði næstum því í símanum…???
Held ekki…
Þetta var fallegi dagurinn minn, eða sko dagurinn sem ég ætlaði að verða ýkt falleg.
Hafði fjárfest í gegnsæum andlitsmaska fyrir nokkrum dögum (notaben, ótrúlega ódugleg við að nota svoleiðis) og svo kom að deginum….
Hafði hringt í sundhedsplejersken í Augustenborg (svona sérstaklega menntuð hjúkka í skóla og í heimaheimsóknir eftir fæðingar) og lagt inn skilaboð á símasvarann hennar.
Gleymdi því svo svona næstum því og byrjaði á fegrunarkúrnum… Bar maskann á mig og hann þornaði. Óvænt!!!

Svala kom heim og fannst ég svo spennandi.
Svo hringdi síminn og Svalan mín tók hann. Jú jú það var hún Ulla sem vildi tala við mig… enda ekkert vandamál að tala í síma með maska á… nema tíminn var útrunnin.
Ég byrja að pilla maskann af f framan spegilinn og Svala sem er algjört pillubarn byrjar að aðstoða mig… Fínt mál…
Ég vanda mig af öllum krafti við að gera intrukk á Ullu þar sem ég að fara í praktik hjá henni í viku 45. Ég hljóma svo áhugasöm og spennandi og jákvæð og æðisleg… þangað til Svala er búin að pilla alveg aðra hliðina af í heilu lagi og sú hlið fer fyrir munn og nef… ég gat ekki andað… alveg eins og að kafna í stórri tyggjókúlu…. ég gríp andann og dett úr sambandi.. gleymi algjörlega hvað ég var að tala um en næ að rífa maskann frá vitunum… og ekki batnar það… Svala fær hláturskast og ég átti bara svo bátt með mig… búin að smitast af kastinu en tókst að bæla hláturinn niðri….
Ákvað að vera ekkert að útskýra sambandsleysið f Ullu, verð bara að byrja upp á nýtt með að gera gott intrukk þegar ég mæti á mánudaginn.

Annars eru þið á íslandi ótrúlega heppinn að vera ekki í DK núna… það var klikkaður fellibylur í dag… ég tók bílinn í skólann… Aldís kom heim frosin á puttunum og Svala gat ekki andað á leiðinni heim (þó maskalaus). Það var líka fellibylur á mánudaginn og líka í gær…. vangefið veður maður. Ég datt næstum á hjólinu í fyrradag, var á leið heim og sleppti höndunum til að laga ermarnar e-ð og þá bara feykti vindurinn framdekkinu til hliðar… Reyndi aftur og það sama gerðist… Það kalla ég sko brjálað rok…

Var dregin í bæinn í dag af dóttir minni sem gleymir ALDREI loforðum…. var búin að lofa henni buxum…. vissi ekki að veðrið væri svona klikkað.
En fór bara á veðurbömmer og ef maður er á bömmer þá er svo auðvelt að réttlæta impulsshop….
Verslaði í Mr.Klausen, Solo og Seeds og eyddi samt bara 650 kr… nokkuð gott… nei þetta voru ekki nærföt… heldur stór föt.
Talandi um nærföt… þyrfti á fara í nærfatarkaup á morgun… Rass og brjóst fara hratt minnkandi… omg hvað á maður að gera… Svo er fólk að kvarta yfir að það sé erfitt að losna við aukakílóin….. hreyfið ykkur, þá rasla þau bara af… belive me!!!

En þrátt fyrir að þessir líkamshlutar fari minnkandi, minnka meinin… öxlin bara sjaldan verið betri í 2 ár… osv.

Farin að finna e-ð ætilegt í búrinu… (eða býti/bítibúrinu eins og það er kallað á heilsunni á Aglastöðum… er það nýyrði?)

One Response to “búr á beit

  • Dísa
    18 ár ago

    Ég er ekki viss um að ég hefði getað haldið niðri í mér hlátrinum ef ég hefði séð þetta atriði með maskann. Skil Svölu vel…
    HLakka mikið til á morgunn..verðum í bandi
    Knús Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *