hello folks

Hér sitjum við mæðgur og bíðum eftir að dansinn hennar Svölu byrji. Aldí­s er reyndar sofnuð þar sem hún er frekar mikið slöpp og hræðilega illt í­ hálsinum. Fúsi er e-ð að dandalast í Köben og engin okkar veit hvort hann kemur heim með 4 eða 6 vélinni. Og hann er símalaus af því að hann skyldi símann eftir handa mér til þess að ég gæti vaknað og sent yngri prinsessuna af stað í skólann. Ég á sko ekki sí­ma….. veit að þið trúið því ekki! Og mig hefur ekkert langað í síma fyrr en núna. Og þá veit e´g ekki hvernig síma ég á fá mér eða hvar. Úrvalið er alltof mikið.
Þannig að það er smá pirrandi að hafa Fúsa símalausann í dag. Og ef hann kemur ekki heim fyrr en með 6 vélinni þá er enginn heima til að elda matinn og þa´seinkast hann alveg fra til kl. 19 og því nenni ég ekki í dag. Sérstakegla þar sem ég búin að skúra holuna og rífa utan af öllum rúmmum. Og ekki skánar að allir einnota hreingerningshanskarnir mínir eru að verða búnir… verð að fara að taka vakt sem fyrst svo hægt verði að þrífa. Það verður all gestkvæmt hjá okkur í byrjun sumarsins. Lilla frænka er búin að boða komu sína úm miðjan maí. Okkur hlakkar geðveikt til.

Dóttir mín malaði mig í mikado og núna erum við að spila kalaha og ég verð að hætta svo að hún snuði mig ekki og vinni aftur…. enda ekkert merkilegt að segja, barea e-ð röfl!!!

Over and out

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *