DAMEFROKOST

Fyrir þau/þær/þá ykkar sem ekki vita, er DAMEFROKOST ekki á morgun heldur hinn.

Afhverju í óskapansósköpunum er ekki eins veðurspá fyrir laugardaginn eins og var á mánudaginn síðastliðinn???
Molla og aftur molla…

Ég var að koma heim úr hattagerð… og fleiru!!! Þettta fleira tengdist tertuáti og upphitun fyrir damefrokost. Fúsi spurði mig hvort ég hefði verið í berjamó!!! Þvílík spurning.
Mín kom bullandi sveitt í framan (það var rigning) móð og másandi, eftir að hafa hjólað ljóslaus fjallabaksleiðina. En þar sem löggurnar voru akkurat í Klövermarken slapp ég með naumindum. Þar lék nú heppnin við mig og mitt hjól.

Morgundagurinn tengist líka heldur betur damefrokost. Dætur mínar og ég þurfum að þrífa bílinn, algjört must fyrir þessa helgi. Síðan þurfum við að finna e-ð hvítt í Flensburg og e-ð áfengt á grensunni. Einnig þyrfti ég að naglalakka á mér táneglurnar ef ske kynni að ég myndi fækka fötum neðst, og þar sem ég er svo stórsködduð eftir íþróttabölið verð ég að fela íþróttameiðslin.

Annars fannst mér setning kvöldsins vera… Solla og Tóti í einhverskonar samræðum. Og þá sagði Solla: “ég að skalla þig í búkinn?” Þetta skilja bara lokal folks…..

Mín kveður að sinni þar sem ég verð að fara að sofa til að vera vel upplögð fyrir 3 næstu daga sko.
GN

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *