Go´ aften Danmark og Island

Kominn þriðjudagur og allt í steik… eða örlítil steik!

Prinse polo birgðirnar að verða búnar þrátt fyrir nett ógeð á prinse poloi… einkennilegt.

Putin og næstum öll rússneska þjóðin neitar að biðja hinar ýmsu þjóðir afsökunar á atburðum 2. stríðsins og eftir stríðið. Þeir vilja bara að þessar ýmsu þjoðir segi “takk” fyrir að fasismanum var eytt. Var kommunisminn e-ð skárri???

Í Berlin er reyst svaka minnismerki um fallna gyðinga í 2. stríðinu. Mér finnst það svosem alltílagi… en hvað með fórnarlömb loftárasanna sem ekki voru gyðingar???

Þessa stundina er að rigna afsökunarbeiðnum yfir gyðinga og þeir brosa hringinn eins og McDonalds borgari, sem er í þonokkuð slæmu standi til að brosa.

Gyðingar voru bara ekkert þeir einu sem liðu.

Vissuði að það finnst einn hjúkrunarfræðingur hérna í danmörku með titilinn KZ-sygeplejerske??? Og hún starfar á Bernedottegaarden í Roskilde. Ég las viðtal við hana um starfið og KZ syndromið, og þar kom fram að það eru aðeins nokkur 1000 KZ manneskjur eftir í DK. Og þá er dæmið búið.
Ég fór nú að hugsa um alla innflytjendurnar frá Balkanskaganum sem upplifðu stríðið þar upp úr 1990.
Þar koma nú ýmiss stríðssyndrom fram. Fólk á mínum aldri sem er ekki í standi til að hugsa um börnin sín, hvað þá sjálft sig. Tollir ekki í vinnu, er félagslega einangrað, sefur sjaldnast heila nótt í einu. Síðast þegar ég vissi var nokkur ára bið í krísuhjálp í Vejle, þ.e.a.s. fyrir fólk sem býr hér í Sönderborg. Merkilegt. Þannig að það hlýtur að vera þörf fyrir einvhersskonar form af “Kz-hjúkrunarfræðingi” í framtíðinni, myndi bara heita e-ð annað.

Jæja, nóg af svona pælingum.

Damefrokost já, gaman já, slösuð nei, grasgræna já, skítug nei — bara grasgræna upp á hnakka. Ónýt föt nei ég held ekki, meira að segja beltið kom nokkuð hreint úr þvottavélinni í gær. Mikið borðað já hehehehe, tekið nesti í föstu formi já. Vöknuð snemma daginn eftir JÁ. Skýrslu lokið.

Byfest já, gaman ok, ætla ég aftur á næsta ári??? Fer alveg eftir veðri og þáttöku á damefrokost. Veður í ár nei. Tæki prófuð 0 (enda búin að prófa þetta allt saman áður).
Björgun byfestar Bóas, Sonja og dætur í mat.
Skýrslu lokið.

Já steikin… það er allt í bullandi veikindum á þessu svalalausa heimili. Aldís búin að vera með slæma hálsbolgu alltof lengi og var svo orðin góð. En á sunnudaginn byrjaði hálsinn á henni að bólgna upp að utan og núna er hún bara eins og austfirsk kind. En hitalaus blessunin. Þannig að hún var send af stað í skólann óí morgun. Svala er líka búin að vera með hálsbólgu, bara ekki eins sýnilega eins og systir sín. Þannig að hún var líka heima í gær. Og þá var ég búin að vera frá skólanum í 3 daga og fyrir því finnur (hennar Beggu) maður. Komin löng slóð á eftir mér. Og ekki bætti nú úr skák að ég sjálf er orðin eins og hálfblautur hundur með hita og hálsbólgu. En þegar búið er að missa svona mikið úr skólanum verður maður bara að taka sig saman og mæta. Þetta er líka svoldið mér að kenna, hef ekki fengið almennilega hreyfingu síðan 02.05.2005. Fyrir utan hægri handlegginn á laugardaginn.

Í Go´ aften Danmark var verið að tala við Jacob Sveistrup og mikið ósköp er hann sjarmerandi. Hann hlýtur að ná lengra í Kiev en Tomas í fyrra. Jeg tænder paa dig… dag og nat… tænder paa os to lalalalal svo fínt lag hja okkur í ár.

Og svo var verið að sýna frá Turning Torso í Malmö, ekkert smá flott bygging, við hlökkum til að fara næst til Svenskalands.

Um næstu helgi fáum við gesti, Lilla stórfrænka og Asta frænka sem er 2 eða 3 ára (barnabarnið hennar Lillu) ætla að kíkja á okkur. Asta er orðin svo spennt og segir á hverjum morgni við mömmu sína: “Asta skal med mormor i dag til pigerne”, það er erfitt að vera lítill og bíða eftir að hitta stóru frænkur sínar sem í daglegu tali eru “pigerne”.
Við erum orðin álíka spennt og biðjum guderne om godt vejr… eins og Kim Larsen.

Jæja, stefnan var að lesa biokemi (hvað segi ég þetta oft?) í kvöld og þá gengur ekkert að vera að rugla þetta eins og sannur íslendingur.

Bið kæruleysislega að heilsa ykkur og sérstakelga þér kæri Fúsi minn. Veit þú lest þetta þegar ég sé ekki til.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *