fuglafobia

Ég þekki eina sem með fuglafóbíu á háu stigi… ég er með fugladritsfóbiu á háu stigi.
Í dag þegar ég kom að bílnum mínum var hann allur útskitinn. Ekki bara 7 drit heldur allavega 17. Ég missti mig næstum því, en tók mig saman og settist inn með tárin í augunum. Og ekki batnaði það… risa könguló á framrúðunni. En miðað við dritin var það nú bara himnasending. Frekar 17 köngulær á framrúðunni en 117 drit útum allann bíl!!! ef ég ætti kött myndi ég aldrei setja bjöllu á hann. Ég myndi matreiða fuglanna fyrir hann eins og hann vildi helst hafa þá.
Og ef ég einhverntímann fæ mér kött ætla ég að hafa hann sem stærstann, sveltann og hafa hann þokkalega agressivann. Svo að hann nái mávunum líka.

Það er nú ekki mín sterkasta hlið að keyra um á útskitnum bíl.

viðunandi kveðjur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *