1864

Frá 1. febrúar til 20. júli 1864 var stríð á Dybbölhæðinni í Sönderborg. Austurríki og Prússland börðust á móti Danmörku og unnu. Danmörk missti allt landsvæðið sitt sem nú er í Þýskalandi (Sleswig-Holstein) og alveg upp að Kongeánni sem skilur Suður Jótland frá restinni af Jótlandi. Þeir hafa nú fengið Suður Jótlandið aftur… sem betur fer, því annars væri Danmörk ekki mikið stærri en Hrísey.

Þetta stríð var blóðugt -mikið fleiri Danir féllu en Prússar og Austuríkismenn. Einnig voru Danir verr vopnaðir. 1/3 af húsum Sønderborgar voru eyðilögð. Saga þessa stríðs er vel varðveitt og alltaf er minnt á þetta á ákveðnum dögum og við ákveðin tilefni.

Þetta var hraðferðarsögutími fyrir Íslendingana sem búa ekki akkúrat í Sönderborg. Í gær var semsagt 1864hlaupið. Hægt er að velja um barnahlaup, 6km, 10,6km og 21,4km. Ég ákvað að taka ekki barnahlaupið, er of hávaxin, ekki 6km, því sú leið er ekkert spes og ekki 21,4km því mér er svo annt um heilsuna. Þessvegna valdi ég 10,6km. Ég er ekki í betra formi en skítsæmilegu… frekar en fyrri daginn. Við vorum 7 Íslendingar sem hlupum, ef unglingurinn sem vildi ekki vera með okkur á myndum því við erum of hrukkótt, er talin með. Ég hleyp bara með símann minn og endomondo, er ekkert á leiðinni að vera hlaupanörd með úr. Úr geta heldur ekki tekið myndir… ég tók 84 myndir. 69 myndir í sjálfu hlaupinu… á ferð. ÞESSVEGNA kom ég ekki alveg fyrst í mark!

Textinn við hverja mynd kemur á undan viðkomandi mynd… ekki spyrja mig afhverju ég geri það svoleiðis.

Við byrjuðum hjá Alsion, háskólanum sem er Dybböl megin. Þarna erum við í startholunum… Brynja Blomsterberg coolisti, Begga Seyðfirðingur og Ágústa snappari með meiru.

2013-05-26 11.17.52

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan skutu karlarnir á pallinum úr þessum fornu byssum úr stríðinu.

2013-05-26 11.24.43

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var brekka nr. 2 (af 200 og e-ð) og þarna erum við komin yfir á eyjuna sem Sönderborg er að mestu á. Fyrsta brekkan fór framhjá mér og mínum síma því ég lét hana koma mér á óvart og dó næstum. Já og það eru sko ekki allar myndirnar í fókus… ég var að HLAUPA!

 

 

2013-05-26 11.29.14

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strax á eftir kom brekka niður á móti…

 

 

2013-05-26 11.31.16

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

…síðan tók við langur kafli á sléttlendi og meðfram ströndinni

2013-05-26 11.33.30

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

með viðkomu í borginni okkar (Sönderborg slot) og þarna stendur Heiðbjört í röðinni. Það má ekki hlaupa inní borginni. Þetta er SAFN.

2013-05-26 11.42.36

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Einmitt, þetta er safn og þessir tveir sem voru alveg úr fókus, pössuðu að við sprettum ekki úr spori… ég hef nú samt gert það fyrst myndin er úr fókus.

2013-05-26 11.43.48

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir drykk og eplabát, komumst við út aftur

2013-05-26 11.46.14

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þegar komið var yfir í Dybböl aftur og búið að hlaupa meðfram sundinu, tóku við brekkur dauðans! Já ég meina það… trúið mér eður ei. Þessi stóð ábúðarfullur og alvarlegur (er það kannski það sama?) og vísaði vegin. Hann er í hermannabúning en er bara í heimavarnaliðinu… þeir gaurar eru ALLTAF alvarlegir enda alvarlegt job að stýra umferð.

2013-05-26 12.01.03

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna erum við komin upp verstu brekkuna sem er bara lööööööng gata. Og þarna hugsaði ég, ef ég get þessar brekkur, og lifi af án heilaskaða eða annars skaða, ætla ég að verða betri manneskja.

2013-05-26 12.03.58

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En brekkurnar halda áfram… ef þú stækkar myndina sérðu skokkarana bera við himinn.

2013-05-26 12.07.52

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Og nei, ég var ekki síðust…                   

2013-05-26 12.10.36 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

… meiri brekkur… farin að hafa verulegar áhyggjur af hjartanu í mér!

2013-05-26 12.10.56

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

síðan urðu kýr á vegi okkar…

  2013-05-26 12.13.56

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Og þessi stóð og passaði að ég dytti ekki…

 2013-05-26 12.17.31            

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var það fína útsýnið og loksins niður á við

    2013-05-26 12.20.10

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og aftur urðu kýr á vegi okkar… í bæjarhlaðinu!

2013-05-26 12.28.15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fallega Sönderborgin blasti við okkur… markið nálgaðist

2013-05-26 12.31.42

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég tók mynd af Inga Frey sem tók mynd af mér…

2013-05-26 12.34.33

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

…takandi mynd af honum

IMG_7646

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stebbi og Aníta voru bara að chilla eftir að hafa skokkað aðrar vegalengdir en ég

2013-05-26 12.35.43

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Musica

2013-05-26 12.39.59

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Make-uppið á sínum stað og ég svitnaði ekki einu sinni! 

2013-05-26 12.53.23

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir voru með svakalegan flottan leikþátt á leiðinni þar sem gert var að sárum særðra og dauðir voru settir í kistu. Einnig var mikið um limlestingar. Ég tók uþb 7 myndir en get ekki sett allar út, því þá yrði færslan 175km löng. Fúsi valdi þessa því hún inniheldur byssur. Hann vildi ekki blóð. 

2013-05-26 12.50.17

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna erum við óeðlilega happy… eða high af of miklu súrefni!

IMG_7672

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og síðan var það gellan sem missti selvtanning dolluna yfir sig… óheppna gellan… 

2013-05-26 12.57.42

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Feginleikinn og léttirinn við að sjá hjólin og að þurfa ekki að hlaupa meira, var ólýsanlegur

2013-05-26 13.06.26

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér hefur alltaf fundist rassinn á Ágústu flottur en aldrei eins og þennan dag…

2013-05-26 13.08.36

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *