Helgin byrjar vel

Jæja þá er þessi dagur að kveldi kominn, og það vanalega pizzuát yfirstaðið en disney sjovið aðeins tæblega hálfnað. Jemin ég get bara ekki tekið mig saman og horft á þetta sjónvarpsefni, samt held ég fast í barnið í mér.

Já prófið… mér fannst mér ganga vel, og ég trúi bara ekki að ég fái 6 eða 7, hvað þá að ég falli. Og þar sem ég er hvítur perki er ég að sjálfsögðu með framlengingu á próftímanum og hafði auka 15 mínutur sem að komu sér bara svakalega vel… gat farið yfir prófið og lagfært og skreytt á meðan dönunum var fleygt út eftir 60 mínutur. Þannig að ég skýt á 8 og verð sæmilega sátt við það.

Eftir prófið smalaði ég bekkjarsystkinum mínum niðrá strönd, sagði að það væri hefð á íslandi eftir próf… og þau spurðu vantrúuð hvort það væru svona strendur á íslandi… að sjálfsögðu eru ekki strendur á íslandi og ekki heldur strönd, þótt einvherjir hafi þá ranghugmynd. Nei ég var ekkert að tala um strendur á ísl. Við bekkjarsystkini mín en smalaði þeim samt sem áður niður á strönd og sagði þeim að taka ethanol (alkohol með sér. Það lá ég í ca. 2 tíma og var svo bjór-þyrst að ég gleymdi algjörlega að hugsa útí sólarvörn…

ÞAÐ SÉST!!!

Sem sagt skandall…

En samt fór ég aftur úti garð seinni partinn og það sést víst líka, ef þetta er ekki heimska þá veit ég ekki hvað heimska er.

En mig svíður ekki, eða jú bara í varirnar eftir okkar þrusugóðu heimalöguðu pizzu.

Á morgun er dagur star wars á þessu heimili, familien ætlar í bio – mamman. Mamman er ekki búin að ákveða afþreyingu, veðrið verður víst ekki æskilegt úti, bara inni með viftu, og ekkert próf fyrr en eftir mánuð. Gæti samt farið á línuskauta og farið svo hratt að ég næ ekki að brenna.

Já vitiði hvað??? Í gær fór ég tvöfaldann hring á línuskautum og í morgun fyrir próf fór ég einn lítinn (vildi fara stærri en hafði ekki tíma). Og kom svo við hjá Pia í bakaríinu og keypti Skagenvarir og þess vegna var ég svona yfirveguð í prófinu.
Talandi um yfirvegun… ein í bekknum eyddi 15 mín áður en prófið byrjaði og 10 í byrjun prófsins í að gráta (svo að ég noti nú pent orð)… mig langaði örlítið til að fleyja stólnum mínum í hana… en þá hefði ég þurft að redda me´r öðrum stól. Common alltí lagi að taka sig smá saman. Þetta er bara ekki minn smekkur á fólki, þarna datt mér í hug Hitler og hans samúðarleysi… allavega gat ég ekki fundið samúð þrátt fyrir næstum enga leit.
Ekki það að mér finnist e-ð að því að gráta, en þarna truflaði hún alla í kringum sig og þetta er bara ekkert staður til að gráta.

Ef ég fell á prófinu græt ég í felum.

Lifið heil með sólarvörn eða í kuldaskóm (hvar sem þið eruð).

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *