Gleymna gellan…
Fyrir örfáum dögum fór ég í sturtu rétt fyrir kvöldmat og ákvað að prófa nýju kokosolíuna sem ég hafði keypt mér sama dag. Hef aldrei átt svona olíu áður þrátt fyrir að hafa heyrt svoooo margt gott um hana. Ég smurði mig alla og skellti svo ca tveimur handfyllum í hárið því þetta á að vera betra en hárkúr.
Þeir lesendur sem eru glöggir í meira lagi, geta augljóslega séð hversu olíubornir handleggirnir mínir eru.
Síðan fór ég bara að borða kvöldmat.
Rétt eftir kvöldmatinn mundi ég eftir að ég var að fara á næturvakt. Þá þyrfti ég að þvo kokosolíuna úr aftur sama kvöld. Kl. 22.15 þvoði ég olíuna úr… en ENGIN hafði nokkurntímann talað um að það þarf 5/FIMM þvotta til að ná svona olíu úr. Og ég hafði bara tíma fyrir einn þvott.
Ég fór með olíuborið hár í vinnuna. Það var ca. svona…
Ég var samt ekki svona reið í vinnunni. Og ég reyki ekki.
Síðan var það að renna upp fyrir mér að ég er að fara á PINK tónleika eftir 10 daga… í BOXEN… hef aldrei komið í Boxen. Hvernig gat ég gleymt þessu… PINK! Kommon…
Pink er einn mesti töffari í heimi… get ekki beðið, fyrst ég man eftir þessu!