Ýmislegt úr öllum áttum en þó aðallega úr suðaustan.

Já tíminn líður og líður, bíður allavega ekki.

Um helgina átti minni prinsessann afmæli og varð 8 ára skvísa. Laugardagurinn fór í afmælisundirbúning og tiltekt af einhverju ráði. Svala fór í afmæli til Anne Louise bekkjarystur sinnar sem er aðeins 8 klukkutímum eldri ef e´g man rétt. Aldísi var boðið að vera með í afmælinu og það var svaka fjör.

Um kvöldið fórum við svo á Jensen´s og var það Svala sem “bauð” okkur þangað. Valdi staðinn og pantaði borð. Það var alveg alveg stórfínt, þær eins og englar og kókið gott.
Þar sem afmælisbarnið hefur frekar sterkar skoðanir á ýmsu, hvort sem það er politik eða gæði kaffihusanna, var hún búin að ákveða að fara með okkur á kaffihús á eftir Jensen´s… og það átti að vera Kaffiriet, því að þar er hægt að fá heitt kakó með ís. En mér fannst það ekki alveg passa að vera fara með börnin á kaffihús kl. 8 á laugardagskvöldi þannig að það var samið… eftir afmælisveisluna daginn eftir.

Afmælið tókst stórvel og fengu prinsessurnar bara að leika sér að mestu í friði án prógramms, og virtist þeim alveg líka það. Og það var ekki einu sinni spurt eftir nammipokanum (sem þær fá allsstaðar), eða kannksi hafa þær ekki þorað að spyrja mig… 😉 Mér finnst bara óþarfi að troða þessi börn út af nammi, nóg með kökur, ís og gos. Og við Svala ákváðum að berjast á móti straumnum…. Ekkert smá cool!!!

Eftir “festen” drösluðumst við niður á kaffiriet og stóðumst að sjálfsögðu ekki hinar ýmsu freistingar… hvað um það, hver fjöslkyldumeðlimur á bara afmæli einu sinni á ári (sem betur fer ;))

Svalan var hæstánægð með gjafirnar sínar, fékk ofboðslega fallega eyrnalokka frá Aldísi, MP3 spilara og fleira frá okkur, spil, bol, pils og topp frá ýmsum og svo fullt af sætu smádóti frá stelpunum.

Í gær var Fúsi í Esbjerg og ég hélt að mestu til í skólanum, kom heim í kvöldmat um 1730 og fór svo aftur og var til 2230. En varð nú ekki eins mikið úr verki og ég ætlaði mér. Þetta er erfiðara en ég helt að gera verkefni um “immobilation” sem hlýtur að þýða óhreyfanleki á íslensku. Kemst að því í sumar. Vitiði hvað það heitir á íslensku að þvo fólki í rúmminu…. RÚMBAÐ…. og þegar maður þvær fólki á milli fótanna… NEÐRI ÞVOTTUR… hahahhah hljómar ekkert smá fyndið.

Ansk…. missti kökubita á milli F11 og F12 og næ honum ekki….

Í dag ætla ég að læra og læra og læra og hvað í “alverden” er ég þá að blogga…..?????
Get ég verið kærulaus eða ?????

Á morgun ætla ég líka að læra og læra… minnir að Fúsi fari til Vejle á morgun, frekar en Kiev. Börnin ganga sjálfala og þvotturinn verður bráðum mikill. Það er búið að vera svo leiðinlega kalt og þá skiptir maður ekki eins oft um föt og þegar hitinn skellur á. Ég er hræðileg… örugglega með 5sett í gangi þegar heitt er í veðri. Afhverju á ég ekki fataherbergi?
Ekki það að þar væri einhver regla… en ég gæti í það minnsta lokað hurðinni.

Ég vil nota tækifærið og votta Raufarhafnarbúum samúð mína, það hlýtur að vera mikið áfall fyrir bæjarfélagið þegar 35% íbúanna eru handteknir… Það er nú betra að hafa glæpamenn en enga menn… eða hvað? http://www.raufarhofn.is/default.asp?sid_id=3987&tre_rod=001&tId=99&title=Forsíða Raufarhöfn er lítið þéttbýli á íslandi….

Litla prinsessann í Kópavogi (þar sem dekkinn brunnu) hefur fengið nafn og heitir Helena Mist (vignis og guðnýjardóttir). Til hamingju með fallega nafnið þitt og hlökkum til að sjá þig í sumar… eða eftir aðeins ca 3vikur.

Hjólið mitt er enn sprungið, og ekkert línuskautaveður búið að vera og fínu lær og rassvöðvarnir sem voru að myndast leka hratt og hratt niður aftur. Eða upp í magann, einkennilegt hvernig maður getur stundum litið út. Tilfinninginn er slæm, eða meira en slæm. Ég verð hrukkóttari í kringum augum með hverjum deginum.

Í gær hringdi ég í kæra portnerinn minn í augustenborg og sagðist vilja vinna föstud. Laugard. Og sunnud. Og þá verð ég að hætta að þvæla núna og fara að læra svo að ég verði búinn með þetta fyrir föstudaginn…. en vanda mig verð ég þar sem ég ætla að vera hærri en margir í bekknum… ok fyrir ofan helminginn… það er alveg raunhæft!

Það er ekki auðvelt að fá háa einkunn í biokemi (vissuði ekki alveg örugglega vhað ég fékk?) og þurfa að halda nokkurnveginn í þá tölu. Betra að fá lagt fyrst og hafa möguleikann á að hækka sig.

Truflið mig á msn inu ef þið nauðsynlega þurfið.

Veriði feit og sæl og blessuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *