hallo

Ástæðan fyrir því að ég blogga núna, er sú og aðeins sú, að ég hélt að ég ætti að fara til tannlæknis 1330, en fór svo og kíkti og þá var það 1430. Og þar sem heimilið líkist ekki hreinu heimili, og ég komin með stórann disk fyrir framan mig með 2 roast beef mötum og stórt mjólkurglas, þá er ekkert annað í stöðunni en að blogga.

Í dag er ég í fríi, og þar sem ég var svo hræðilega “þreytt” (eða heitir það kannksi að vera góður við sjálfan sig… ?) svaf ég til 1130. Mikið hrikalega er það gott á meðan maður er sofandi… hraut sem hæst og hunsaði símhringingu frá Augustenborg. Það hefur örugglega vantað á kv.vakt og ég bara nennti ekki.

Í gær var elitan í bekknum með huggukvöld, borðuðum saman og drukkum. Það var haldið heima hjá BMW stelpunni og ekki er íbúðin síðri en billinn hennar mömmu hennar (BMW-inn). Enda fjölskyldan á svipuðu plani og Danfoss fjölskyldan. (No names ;))

Ég skilaði verkefninu mínu á föstudag en gat skilað á morgun. Vegna þess að ég er útlendingur eins og Alex og Mary. En þegar ég var búin að þræla í þessu verkefni í 4 daga, og bara nokkuð ánægð með það, hvað er þá eftir annað en að skila??? Bara burtu með það sem fyrst þar sem ógeðið (á verkefninu) steig alltaf hærra og hærra. Og þar sem ég var búin gat ég nælt mér í 2 dagvaktir um helgina.

Ég er kolfallin, ílla fallin, blá og marin, í þessum bölvuðu reykingum. Nú endist pakkinn ekki í 2-3 vikur heldur bara í ca. Viku. Og svo er ísl. Ferð framundan og þar hefur nú alltaf tilheyrt þessar félagslegu reykingar. En frá vinnunni (hérna og á ísl.) held ég mínu striki og skil rækjurnar eftir heima. Anskotinn x3. Þannig að ég þarf virkilega að taka mig saman í haust…

En í verkefninu fell ég ekkert.

Ég á eftir að versla svo mikið fyrir ísl. Ferðina… böns af gjöfum, lestarmiða, jakka, helst svarta skó( hvað á maður svo sem að gera við svarta skó á sumin? Sleppi þeim), en mig langar i esprit stígvel, já og bikini, og e-ð á stelpunar.

Ég hefði kannksi átt að svara augustenborg hringingunni í morgun… svo upp á peningana!

Aldís er að fara með fritids í Danfoss núna, er að fara skoða allt þetta nýja þarna. En átti að fara í handbolta í dag og ég hringdi útum hvippinn og hvappinn og tilkynnti að ég ætlaði að keyra í dag. Steingleymdi náttúrulega danfosstúrnum. Sjáum til hvernig það endar… kannski eg hafi ruglast a dagadagdagskránni i fritids.

Svala labbaði heim úr fritids í gær sem er svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér… nema bekkjarsystir mín og ég keyrðum upp að hliðina á henni og flautuðum og ég kallaði, en engin viðbrögð… bara dill (þekkti nátturulega ekki bílinn). Svo þegar ég fór betur að horfa á hana, þa´var hún ,eð nýja mp3 spilarann að hlusta á E-Type (ekki í botni, ég tjékkaði) en mikið voðalega var hún sæt.

Jæja, hausverkurinn (eftir allan svefnin)er ekki farinn svo ég nenni ekki að skrifa meira.
Seeulater

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *